Studia Islandica - 01.06.1993, Page 170
168
tvenns konar, sem sýna tvísæi sögunnar. Fullar sættir takast
með Gesti og Þorsteini Víga-Styrssyni. Fyrirgefningin stöðvar
frekari blóðsúthellingar og vísar farsæla leið út úr ógöngum
hefndarskyldunnar. í annan stað tekur Snorri goði Þorstein
Gíslason af lífi og leggur þannig drög að frekari mannvígum í
sögu Barða Guðmundarsonar.
Aftur á móti er álitamál um hátindinn í síðara hlutanum. Sé
einblínt á Heiðarvígasögu sem sögulegt verk um vopnaskak
og karlmennskuraunir, þá blasir við að telja hin hatrömmu og
mannskæðu Heiðarvíg ris sögunnar, enda er sagan kennd við
þau. Sé hins vegar gefinn gaumur að fyrirferð yrkisefnis og
siðlegu erindi sögunnar, þá beinist athyglin að drápi Gísla
Þorgautssonar á Gullteig.
Þegar haft er í huga, að nær þriðjungur sögunnar er helgað-
ur undirbúningi að vígi Gísla1 og þessi langa nót er dregin af
kostulegum vélum og útsjónarsemi, þá hefur Th. M. Anders-
son óefað mikið til síns máls, þegar hann hyggur dráp Gísla
vera meginris í síðara hluta sögunnar.2
Barði kemur norðan um heiði að Þorgautssonum, Gísla,
Katli brúsa og Þormóði, þar sem þeir eru að slætti á Gullteig.
Fer Barði að þeim á teignum við sjötta mann og fellir Gísla,
en bræður hans komast undan við illan leik. (27. kap.). Vopn-
aðir menn fara að vopnlausum mönnum við vinnu sína og
taka mann af lífi fyrir víg, sem hann hefur ekki unnið. Dráp
Gísla á Gullteig er því vafalaust siðrænt ris í sögu Barða.
Heiðarvígin koma til sögunnar undirbúningslítið sem fram-
lenging á atburðunum á Gullteig, en ekki verður fyrir það
synjað, að Heiðarvígin fela í sér mikla sögulega stígandi.
Heiðarvígin eru líkt og víg Gísla víti til varnaðar eftir ummæl-
um Ólafs helga að dæma. En hvort sem menn vilja telja af-
' Hvs., 255-296.
2
Andersson farast svo orð: „That this is the true climax of the saga is sug-
gested by the unparalleled detail with which it is constructed (forty pages).
The sagas offer no other example of „staging" approximately as elaborate
as this one. The tension surrounding the clash of arms is nowhere cultivated
so fondly and with such ingenuity as here.“ Sjá The Icelandic Family Saga,
150.