Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 171
169
töku Gísla eða Heiðarvígin aðalris sögunnar, þá liggur í aug-
um uppi, að atburðirnir á Gullteig eru vatnaskil í ævi Barða.
Fall Gísla á Gullteig vísar til vígmynsturs Víga-Styrs:
Verjulaus maður er eltur uppi og höggvinn bjargþrota, þegar
hann hefur misst fótanna: „Ok þá er Gísli hleypr á garðinn, þá
fellr torfa ór garðinum, ok skriðnar hann.“' Ósköpin á Gull-
teig minna þar með á óguðlegar athafnir Víga-Styrs.
í Njálu er eftirtektarverð frásögn, sem bregður nokkurri
birtu á atferli Barða á Gullteig. Kári og Þorgeir skorargeir
veita brennumönnum eftirför og koma að þeim við Kerlingar-
dalsá. Þar liggja þeir sofandi. Njála segir svo frá:
Síðan mælti Þorgeirr: „Hvárt villtú, at vit vekim þá?“ Kári
svarar: „Eigi spyrr þú þessa af því, at þú hafir eigi áðr ráðit fyrir
þér at vega eigi at liggjandi mpnnum ok vega skammarvíg.“ Síð-
an œptu þeir á þá; vpknuðu þeir þá ok hljópu upp allir ok þrifu
til vápna sinna. Þeir Kári réðu eigi á þá,fyrr en þeir váru vápn-
aðir.1 2
í Heiðarvígasögu er lögð áhersla á, að enginn bræðranna
„fekk náð sínurn vápnum“. Sé mælistika hetjunnar í Njálu
lögð á athæfi Barða, þá gerir hann sig sekan um skammarvíg,
þ.e. víg, sem er veganda til hneisu. Er unnt að koma merk-
ingu Gullteigs heim og saman við þennan skilning?
A dögum Ágústusar keisara ríkti mikill friður (pax August-
ana), sem skýrður var á þá lund, að þá hefði Kristur verið í
heiminn borinn. í forsögu margra þjóða er talað um friðartíma
og þeir nefndir af latínumönnum gullöld, þ.e. aetas aurea.
Með norrænum þjóðum er einnig hermt frá gullöld og Fróða-
friði á dögum frelsarans. í Gróttasöng mala Fenja og Menja
Fróða Danakonungi gull, og þá ríkir friður.3 í Skjöldunga-
sögu er sú lýsing, að á dögum Fróða hafi verið mikill friður,
rán og stuldir lögðust niður, svo að gullhringur lá marga
1 Hvs., 295.
2 Njála, 417.
í söngnum sjálfum er notað orðið „auður“, sem vísar til auðnu: „Auð mpl-
um Fróða/ mplum alsælan (5. er.), sbr. Völuspá: „auð smíðoðo" (7. er.). —
Sjá m.a. „Guld“ (A. Holtsmark). KLNM V, 573-575.