Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 173
171
verðr, sem þér þótti sá málmrinn torugætri ok dýrri, en nær er
þat mínu hugboði, at í þat mund muni orðið siðaskipti, ok muni
sá þinn bóndi hafa tekit við þeim sið, er vér hyggjum, at miklu
sé háleitari.1
Gull táknar í þessu samhengi siðaskipti, hinn nýja sið. í
draumi Dofra jötuns í Bárðar sögu Snæfellsáss boðar gullslit-
ur á kvisti nýjan og betri sið.2
Eftir gangi sögunnar að dæma var Barða fullkunnugt um,
að bræðurnir þrír væru að slætti á Gullteig, sbr. m.a. orð
sögunnar „ok sá görva tíðendi á Gullteig“.3 Pess vegna kemur
að óvörum eftirfarandi lýsing:
Nú hyggr Barði at, hve margir menn væri at slættinum; nú þykk-
isk hann eigi vita víst, hvárt kona er inn þriði maðrinn, er hvítt
er til hgfuðsins at sjá, — „eða mun þar vera Gísli?“
Mér kemur til hugar, að skáletruðu orðin vísi til þess, að Barði
síðarmeir „hpggr mjpk svá af andlitit“ Gísla og ennfremur að
hið hvíta höfuð Gísla tákni það sem er af guði skapað og frá
honum komið. Sólin er Kristur, hinn nýi siður. Litur hans er
hvítur. Þessi túlkun er fram borin lesendum til íhugunar.
Til styrktar þessari tilgátu má hugsanlega leita til Njálu. Að
sögn hennar var að frumkvæði Njáls tekið upp „nýtt goðorð
1 Laxdœla, 90. Hugsanlegt er, að þetta merkjamál komi víðar fyrir í Lax-
dælu. Þegar álagasverðið Fótbít ber fyrst á góma, þá er honum svo lýst:
„Þat var mikit vápn ok gott, tannhjglt at; ekki var þar borit silfr á, en
brandrinn var hvass, ok beið hvergi ryð á.“ (Laxd., 79). En er Bolli Bolla-
son snýr heim eftir langa útivist í Miklagarði, þá ber hann Fótbít, sem nú er
sagður með „hjplt gullbúin ok meðalkaflinn gulli vafiðr." (Laxd., 225).
Þessi munur stafar tæpast af vangá höfundar, slíkur meistari sem hann er í
framsetningu, heldur mun gullbúinn Fótbítur sennilega vera ímynd hins
nýja siðar. Fótbítur er ekki lengur merki ófriðar, heldur er hann í sögulok
orðinn friðartákn. Athyglisvert er, að töfrasverðið Sköfnungur, sem Mið-
fjarðar-Skeggi hafði brott numið úr haugi Hrólfs kraka, hverfur af landi
brott til heimkynna sinna með Gelli Þorkelssyni. Þetta gerist einnig í niður-
lagi sögunnar. Sverðin skýra á þennan hátt frá því, að friðartímar séu loks
upp runnir með Breiðfirðingum.
2 Bárðar saga Snæfellsáss. ÍF XIII, 104.
Hvs., 294.