Studia Islandica - 01.06.1993, Page 175
173
Barði er friðrofsmaður, um það er ekki að villast. Flögrað
hefur að mér, að nafn Gísla kunni að vera táknrænt. Gísli
merkir „gísl“, sem talinn er vera „maður afhentur eða tekinn
í gæslu til tryggingar því að samningar takist (haldist) eða far-
ið sé eftir fyrirmælum“.' Gísl er sá, sem hefur lítt til saka unn-
ið og er af lífi tekinn í stað annars manns, ef svo ber undir.
Gísli er nokkurs konar gísl, þar sem Pórarinn tekur hann hug-
sjónalega í gísling frá upphafi til þess að tryggja, að farið sé
eftir fyrirmælum hefndarskyldunnar.
Með fyrrgreindri skýringu telst Gullteigur til þeirra tákn-
rænu nafna Heiðarvígasögu, sem mynda hugmyndakerfi
hennar, þar sem uppistaðan er hólmganga tveggja lífsskoð-
ana, annars vegar heiðins siðar og ófriðar og hins vegar krist-
innar trúar og friðar. í dómarasæti situr Ólafur helgi sem stað-
gengill drottins. Grunnhugtök sögunnar eru:
Friður Ófriður
Táknræn nöfn mótstæðra gilda, sem vitna um afstöðu höfundar:
A. Mannanöfn.
Guðlaugur
Gestur
Eiður
Auður
G í s 1 i.
Víga-Styrr
Þorsteinn
Þ u r í ð u r
B ar ði
Þórarinn.
B. Önnurnöfn.
Gullteigur Eykgjarður
Saxalækur
öðrum orðum Heiðarvígin að meginstofni sem goðsögn. Sjá Stefið. Heið-
inn siður og Hrafnkels saga, 257-262. í hefndarfrýju sinni lagði Þuríður
Ólafsdóttir, eins og fyrr segir, þrjá steina fyrir sonu sína hvern og einn
ásamt yxinsbógi brytjuðum í þrennt. Um þessa þrjá steina segir Einar:
„Hver maður má sjá, að ef steinarnir þrír vísa til ættarinnar, skyldunnar við
eigið kyn, fæst full merking í þennan kafla Heiðarvíga sögu. Steinarnir þrír
eru þá sömu ættar og Þrídrangar." Þessi niðurstaða er að sjálfsögðu tengd
fleiri efnisrökum en hér er unnt að rekja. (322-323).
íslensk orðabók.