Studia Islandica - 01.06.1993, Page 176
174
Eigi þarf að taka fram, að óvissa ríkir um einstök nöfn, mynd-
ir þeirra og merkingu, og á það sér í lagi við örnefnin og far-
arskjóta Þuríðar.
D. Þrískipting sögutímans
Að lokum skal farið fáeinum orðum um sögutímann, þ.e.
hinn innri tíma sögunnar. Þótt Heiðarvígasaga greinist, hvað
samsetningu varðar, skýrlega í tvo hluta, má sökum efnis og
hugmynda tala um þrískiptingu tímans.
í upphafi er skeið heiðni og meingerða. Ógnarstjórn og
ófriður setja mark sitt á samfélagið. Þetta er aldur Víga-Styrs,
sem geldur illsku sinnar og ofmetnaðar með því að eigra að
ævilokum milli frosts og funa í helvíti.
Annar tími hefst með nýjum sið og Gesti Þórhallasyni, þeg-
ar hann ræður niðurlögum Víga-Styrs. Þar með er harðstjórn-
in á enda. En höfðingjar og alþýða eru höll til forneskjunnar,
svo að mönnum lærist seint að hlýða guðs boðum og bönnum.
Þess vegna berast menn enn á banaspjót. Þessi aldur er merkt-
ur Barða Guðmundarsyni, sem kann sér ekki hóf, trúir á sjálf-
an sig og týnir lífi manna. Fyrir guðs sakir eiga menn kost á að
bæta fyrir brot sín, svo að þeir verði sáluhólpnir. En hvorki
ófriði né vígaferlum Iinnir, því að óeirðarmenn fara með
hernaði í önnur héruð og taka af lífi saklausa menn. Þetta er
samtíð höfundar.
Við fall Barða í sögulok tekur við ný tíð, sem er framtíðin.
Hún skiptir höfundinn mestu máli. Hann horfir eftirvænt-
ingarfullum augum til ókomins tíma, þegar menn fara að vilja
guðs, lifa í sátt og samlyndi og friður kemst á. Þann aldur
mætti kenna við Kristsheitið „Vígdvalinn“ í Sólarljóðum, sem
væri persónugervingur friðar og andheiti við Víga-Styr og
Barða. Vígdvalinn er ekki nefndur á nafn í Heiðarvígasögu,
en Gestur Þórhallason líkt og Davíð vísar til Krists með nafni
sínu og hlutverki í sögunni.1 Þrátt fyrir allt gerir skáld Heiðar-
1 Um Davíð sem fyrirbendingu (prefiguration) Krists í lærðum ritum má
benda t.d. á rit A.J. Minnis: Medieval theory of authorship, 103-112. —