Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 178
III RITUNARTÍMI
1. Röksemdir aðrar en rittengsl
Þar sem einhugur hefur ríkt um háan aldur Heiðarvígasögu,
mætti ætla, að aldursrök væru traust, en því fer víðs fjarri.
Satt best að segja hafa bókmenntafræðingar rennt blint í sjó-
inn með tímasetninguna, því að hæpnar forsendur, þótt marg-
ar séu, leiða ekki til áreiðanlegrar niðurstöðu. Hvorki marg-
reynd textafræði né nýjungar í formgerðarstefnu og munn-
menntum síðustu áratuga hafa örvað menn til að taka tíma-
setningu Heiðarvígasögu til endurskoðunar.
Fyrir löngu sóttu á mig miklar efasemdir um, hvort hin
viðurkennda aldursákvörðun sögunnar stæðist. Kjarninn í
eftirfarandi athugasemdum er sóttur, eins og að framan grein-
ir, til gamals fyrirlestrar, sem ég flutti við Stofnun Sigurðar
Nordals, rökstuðningurinn er aukinn og endurbættur, en
niðurstaðan er sú sama.
Ég hef þóst sjá augljósar veilur í röksemdum og ályktunum
ritskýrenda, sem vart er í frásögur færandi, eins og málum er
háttað. En það liggur í hlutarins eðli, að miklum vandkvæð-
um er bundið að halda fram skoðun, sem stingur í stúf við
hefðbundin viðhorf og styrkja hana með rökum, sem væri tak-
andi mark á. Hægra er að brjóta niður en reisa. Ekki þarf að
fara í launkofa með, að engar sönnur verða hér færðar á aldur
Heiðarvígasögu, því að seint verður öll óvissa um ritunartíma
hennar á brott hrakin, en leitast verður við að vekja athygli á
nýrri lausn, sem ég hygg ekki síðri en þá sem fyrir er.
Oftsinnis greinir fræðimenn mjög á um aldur íslendinga-
sagna, og er það að vonum, því að fáir munu ganga þess
duldir, að tímasetning íslendingasagna er býsna torvelt við-