Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 182
180
ið af kristnum rótum. Ekki þarf að hafa mörg orð um, að
hefndarvíg hafa stórlega aukið glundroða og ófrið í landinu,
og því nærtækt að ætla, að ýmsir friðsemdarmenn, lærðir og
leikir, hafi á upplausnartímum talið bráða nauðsyn bera til að
breyta þeim ákvæðum Vígslóða, sem veittu mönnum lagalega
heimild til að hefna með mannvígum, og þar með stuðla að
breyttum viðhorfum almennings.
Fastlega má ætla, að greinar Vígslóða, þær sem leyfðu
hefndir, hafi sætt vaxandi gagnrýni á úthallandi 13. öld. Ann-
ars vegar hefur komið andóf frá landsmönnum sjálfum, þeim
sem undu illa við linnulausan ófrið og hins vegar gagnrýni að
utan frá Noregi, sem stóð íslendingum nærri um lög og réttar-
venjur, enda hafði hefndarréttur einstaklinga verið afnuminn
þar í landi með konungsvaldinu á 13. öld. í Hákonar sögu
Hákonarsonar, sem er trúlega samin um 1264-1265, kemst
Sturla Pórðarson svo að orði:
Ættvíg 9II lét hann af taka, svá at engi skyldi gjalda annars til-
verka, nema bœta at þeim hluta, er l^g segði á hann.1
Það hlaut því að reka brátt að því, að hefndarréttur einstak-
linga hyrfi úr íslenskum refsirétti, og sú varð raunin á með
lögtöku Járnsíðu 1271-1273, þegar hver þegn varð friðhelgur
við annan og konungur varð aðili að vígsök.2
Heiðarvígasaga hefur háleitan tilgang. Kveikjan að sögurit-
uninni eru hermdarverk 13. aldarinnar. Höfundurinn for-
dæmir heimildarákvæði hinna fornu laga um hefndarvíg, veg-
ur að forneskjulegu almenningsáliti og leggur loks kapp á að
koma á siðuðu þjóðfélagi í kristnum anda. Naumast verður
fundinn heppilegri og áhrifaríkari maður til að koma slíkum
boðskap til skila, svo að lögð væru við eyru, en sjálfur Ólafur
helgi, sem stóð fjarri og ofar öllum flokkadráttum Sturlunga-
aldar og talaði falslausri röddu dýrlingsins. Til styrktar þess-
1 Hákonar saga Hákonarsonar, 209. Samræmd stafsetning.
Sjá Guðrún Ása Grímsdóttir: „Um sárafar í íslendinga sögu SturluÞórðar-
sonar“, 184-203.