Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 184
182
Nú má ok vera, at til verði nökkurir at veita Þorgilsi, þó at þín
mál sé réttligri.
Ok þá er svá var komit, þá buðu þeir fé fyrir málit. Þá hugða
ek at, hvat mér hafði at borizt eða hversu allt hafði tekizt þung-
liga, ok neitta ek fébótunum. Ok sá ek þá, at þat eitt var hjálp-
ráðit til, at skjóta málinu á guðs miskunn, því at allt tókst þá áðr
öðru þungligar til mannvirðingar um mitt ráð. Ok ek sagða
ofrkapp vera ok metnað Möðrvellinga, hvé þung heift mér
myndi vera. Fann ek þá þat, alls ek hugða þá at mannvirðing-
inni, at ekki myndi þær bætr fyrir koma, er myndi at sæmð
verða. Gerða ek þá fyrir guðs sakir at gefa honum upp allt málit.
Vissa ek, at þá myndaek þat fyrir taka, er mérværihaldkvæmst.
Ok bauð ek honum til mín, ok var hann með mér lengi síðan.
Ok þá snerist þegar orðrómrinn ok með virðing manna, ok
lagðist mér síðan hverr hlutr meir til gæfu ok virðingar en áðr.
Ok vænti ek ok af guði, at þér muni svá fara.
Ok haf þú nú af tali mínu þat, er þér þykkir nýtanda,“ sagði
Ketill.1
Dæmisaga Ketils hreif, því að þaðan í frá var Hafliði meir
snúinn til sátta en áður og stórum auðmjúkari, enda tókust
sættir með þeim Þorgilsi og Hafliða með fébótum. Sagan
sýnir, að heiftarhugur og hefnd eru uppspretta ófarnaðar og
óvirðingar, en sáttfýsi og fyrirgefning horfa til farnaðar. 111-
vígustu deilur sé unnt að leysa á farsælan hátt fyrir guðs sakir.
Hin forna sæmdarhugsjón með nauðung hefndarinnar að leið-
arljósi þokar fyrir nýju lífsviðhorfi, fyrirgefningu og málskoti
til guðs miskunnar. Friður kemur í stað ófriðar.
Dæmisagan er afar merkileg. Ketill veitir Guðmundi
Grímssyni tilræði, en verður undir, enda þótt hann hafi tvö
megin hans í þessu sem öðru. Eina hjálpráðið er að gefa fyrir
guðs sakir Guðmundi upp allt málið, og leggst síðan hver hlut-
ur Katli meir til gæfu og virðingar en áður. Það leynir sér ekki,
að guðleg forsjón er að verki í viðskiptum Ketils og Guð-
mundar.
Líkur hugmyndaheimur er upp lokinn í frásögninni af Gesti
Þórhallasyni og Þorsteini Styrssyni í Heiðarvígasögu, þar sem
1
Sturlunga saga I, 47-48.