Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 186
184
flestir sammála um, að hún sé samin í miðjum róstum Sturl-
ungaaldar. Jón Jóhannesson hyggur söguna skrifaða „1237
eða örlitlu síðar“, og hann bætir við:
Sú hugsun hlýtur að sækja á, að Þorgils saga og Hafliða hafi átt
að verða þeirrar tíðar höfðingjum dæmisaga um þá tíma, er
höfðingjar leystu deilur sínar friðsamlega — að sínu leyti eins og
dæmisaga Ketils prests Þorsteinssonar.1
Ég hygg, að Heiðarvígasaga hafi séð dagsins ljós við áþekkar
aðstæður og Þorgils saga og Hafliða, blóðug átök og sam-
félagsháska Sturlungaaldar. Til hennar verða sóttar almennar
forsendur fyrir ritun sögunnar.
Að svo mæltu skal hugað að einstökum aldursrökum.
Pótt nánast allir fræðimenn séu sama sinnis um aldur Heið-
arvígasögu, þá er samt ástæða til geta orða Björns M. Ólsens,
því að þau bera vandanum vitni:
enn þó vil jeg ekki fortaka, að einstaka saga kunni að vera rituð
firir 1200, og gæti jeg helst trúað því um Heiðarvíga sögu, því að
mjer finst hún vera fornlegust allra íslendingasagna að orðfæri
og framsetningu.2
Ég vek athygli á orðalagi Björns: „gæti jeg helst trúað“ og
„mjer finst“. Trú og tilfinning eiga ekki minni aðild að tíma-
setningu Heiðarvígasögu en beinharðar staðreyndir.
Einar Ólafur Sveinsson hefur samið undirstöðurit um að-
ferðir til að greina aldur íslendingasagna.3 Af því verður höfð
hliðsjón. Helstu rök, sem nýtileg þykja við aldursákvörðun
íslendingasagna, eru, eins og Einar Ólafur gerir grein fyrir,
aldur handrita, sagnfræðileg rök, röksemdir af máli, rittengsl
og að lokum stíll og list. Auðsýnt er, að þessar röksemdir eru
misgóðar, stundum skila þær miklum árangri, stundum litlum,
en á miklu ríður að meta rétt gildi einstakra raka og fara sér
1 Sturlunga saga II, xxiv-xxv. — Þorgilssaga ok Hafliða, ix-xxix. — Law and
Literature in Medieval Iceland. Ljósvetninga saga and Valla-Ljóts saga, 80-
82. —íslensk bókmenntasaga, 321-322.
2 Um íslendingasögur, 9.
3 Ritunartími íslendingasagna. Rök og rannsóknaraðferð.