Studia Islandica - 01.06.1993, Side 188
186
Barði fær talið ungan son Njáls í Gnúpsdal á að bera sér brýni
föður síns, og fyrir vikið gefur Barði honum tygilhníf, sem
hann tekur af sér:
ok þokask þá nykkut steinasprvit, er hon hafði látit á háls hon-
um kerlingin, ok þess verðr getit síðar}
Þessi frásögn vísar bæði aftur og fram í söguna, þegar steina-
sörvið bjargar lífi Barða. Skáletraða setningin er fingurbrjót-
ur, því að menn láta yfirleitt vera í sögustílnum að vísa með
beinum hætti til óorðinna hluta heldur neyta menn þeirra
bragða að gefa þá í skyn á óbeina vísu með draumum, for-
sögnum eða forspám, eins og raunin er á víða í Heiðarvíga-
sögu. Er setningin upphafleg í frumsögunni og þar af leiðandi
ef til vill merki um frumstæða sagnaritun á bernskuskeiði? Á
hún rætur að rekja til ótímabundins klerkastíls? Er hún við-
bót skrifara? Margs er spurt, en trúrra svara er vant. Samt er
ekki nema ein leið fær út úr þessum ógöngum. Hvort sem um
er að ræða frásagnir eða stíl, er ekki annarra kosta völ en telja
Heiðarvígasögu, eins og hún er varðveitt, gildan fulltrúa
frumsögunnar þrátt fyrir augljós „frávik“ venjubundinnar
framsetningar. En grunsemdir um, að rjálað hafi verið við
textann, eins og víða er unnt að leiða sterk rök að, víkja aldrei
úr sinni ritskýranda og varpa skugga á niðurstöðurnar.
Einar Ólafur hefur farið lærdómsríkum orðum um þann
fræðilega vanda, sem fylgir því að tímasetja sögu, sem geymst
hefur einvörðungu í einu miðaldahandriti eða ígildi þess:
Tilviljun ræður, hvort góða handritið eða hið vonda varðveitist,
og um sögu textans eru vanalega engin vitni. Það ber við, að
texti mælir með sér sjálfur, svo sem brotið af Heiðarvígasögu,
en hluti þess er mjög gamall og textinn fornlegur.1 2
Af þessum ummælum kemur fram mikilvægi Heiðarvígasögu
fyrir almenna aldursgreiningu íslendingasagna. Sögutextinn
mælir sjálfur með aldri sínum án þess, að til þurfi að kalla ytri
1 Hvs., 287.
2 Ritunartími íslendingasagna, 49.