Studia Islandica - 01.06.1993, Page 189
187
röksemdir, og þannig verður Heiðarvígasaga að kvarða, sem
aðrar sögur eru lagðar á. Og undirstaða þessa mats er
handritabrot, sem enginn veit, hvort er „hið góða“ eða „hið
vonda“ handrit sögunnar.
Á skinnbókinni 18,4to eru fjórar sögur með misgömlum
höndum. Fyrsta kver bókarinnar með hluta Heiðarvígasögu
hefur þótt hafa, eins og fyrr segir, auðsæ fornleg einkenni í
stafsetningu og orðfæri, sem leitt hafa til þess, að fræðimenn
hafa talið kverið frá miðri 13. öld eða ögn síðar.1
Við tímasetningu kversins var mikið lagt upp úr því, að
elsta höndin gerði yfirleitt greinarmun á tvenns konar æ-i eftir
því, hvort um var að ræða i-hljóðvarp af ó eða á, eins og ráða
má m.a. af orðum Kr. Kálunds í formála hans að hinni vís-
indalegu útgáfu sögunnar:
Hovedgrunden til at henfpre I. hánd til en sá tidlig tid er, at den
skelner mellem æ og œ uden at vise spor af norsk herkomst, og
denne omstændighed má betragtes som afgörende for alders-
bestemmelsen, selv om skrivebrug og sprogformer i nogle til-
fælde kan synes forholdsvis unge.2
Bjarni Einarsson metur ekki mikils þessa afdráttarlausu
ályktun í formála sínum að ljósprentaðri útgáfu skinnbókar-
brotsins 18,4to og bendir á, að reynslan sé sú, að slík hljóð-
varpsbreyting taki langan tíma og þurfi ekki að gerast í sama
mund hvarvetna á landinu. Miklu sennilegra sé með hliðsjón
af öðrum rithætti, stafsetningu og orðmyndum, að elsta
höndin beri vitni um starfandi skrifara um 1300.3 Ég hygg, að
flestir nútíma textafræðingar muni fúslega fallast á það sjón-
armið.
Þegar elsta kverið af Heiðarvígasögu var talið með hendi
frá miðri 13. öld, voru líkindi til, að sagan væri frá 1200 eða
jafnvel eldri, en með því að telja handritabrotið frá 1300, má
að öðru jöfnu ætla, að sagan sé að sama skapi yngri. Yfir-
1 Sjá t.d. Hvs., ci. — Einar Ólafur Sveinsson: Ritunartími íslendingasagna,
31-32.
2
Heiðarvíga saga, xix.
The Saga of Gunnlaug Serpent-Tongue, 43.