Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 194
192
kiðr (þ.e. kinnr), fiðr, forkuðr, þuðra, ngkkviðr, óru, svá
n0kkvi, Gnúpsdali, Goðrún, glíku, óglíkt, fgrna (þ.e. förina),
brúna (þ.e. brúnina), ggtvaðr,þjórar, toeja, alls (þ.e. allses), lífi
minnr, bauð eigi Igð, r0kkr (sagnorð).1
Bersýnilegt er, að mikillar rannsóknar er þörf, en of langt mál
yrði að fjalla að gagni um þessar orðmyndir og málbrigði, enda
óvíst, að það mundi skila miklu fyrir tímasetningu Heiðarvíga-
sögu. Þess mágeta, aðEinar Ólafur hefur lauslegadregiðsam-
an nokkur dæmi fornlegra orðmynda í handritum Egilssögu,
sem sennilega er samin um 1230. Þau eru: forsetningin of,
anþar, muðr, fjglmeðr, fjglmeðri, fámeðr, nþkkvi, nakkvat. í
handritum Laxdælu má rekast á málmyndir eins og alls (bls.
31), era (bls. 8) og hugleiddak (bls. 186). í Njálu markar fyrir
orðum eins og býg (þ.e. bý eg) (bls. 331), atreiðna (þ.e. atreið-
ina), spðulfjglna (þ.e. söðulfjölina) (bls. 338),sván0kkvimjgk
(bls. 372). í 14. aldar handritum Fóstbræðrasögu er kleift að
koma auga á glíkr (a.m.k. þrjú dæmi í Möðruvallabók) og ey-
vit. í Bjarnarsögu Hítdælakappa, sem trúlega er frá 1300,
bregður fyrir jafnfornlegu orði og þvígit (þ.e. því-gi-t) (bls.
154, 253) og orðasambandinu „laðorð þiggja“ (bls. 184), sem
minnir á „bauð eigi lgð“ í Heiðarvígasögu. Sjálfsagt mætti
fjölga verulega sýnishornum um „fornlegar“ orðmyndir og
orðasambönd bæði í þessum sögum og öðrum. Þær hafa margar
hverjarveriðnotaðaríritmáli,a.m.k. framál4. öld,þóttgengi
þeirra hafi sjálfsagt farið snemma dvínandi í mæltu máli. Auk
þess er til, að menn fyrni mál sitt.
Höfundar eru, eins og vænta má, misjafnlega íhaldssamir
um mál og rithátt, handritin sæta misjafnri meðferð í höndum
skrifara og síðast en ekki síst gerast hljóð- og málbreytingar
iðulega á löngum tíma, ekki á áratugum heldur öldum, og
breiðast mishratt út um landshluta. Þetta má ráða m.a. af
„vestfirskunni“, sem enn varðveitir granna sérhljóða undan
ng og nk, enda þótt hljóðbreytingin hafi hafist um 1300. Þessi
1 Ritunartími íslendingasagna, 121. Sjá athugasemdir Bjarna Einarssonar
um sumar orðmyndir handritsins: The Saga of Gunnlaug Serpent-Tongue,
23-28.