Studia Islandica - 01.06.1993, Qupperneq 195
193
atriði draga úr vægi röksemda af „fornlegum“ orðmyndum til
„nákvæmrar“ tímasetningar.
Eftir stendur eigi að síður sá fjöldi fornlegra orðmynda,
sem eru í Heiðarvígasögu, og taka ber fullt tillit til. Undan
þeim verður ekki vikist. í þessu samhengi er lærdómsríkt að
hafa til hliðsjónar aðalhandrit Alexanderssögu (AM 519 A,
4to), sem talið er vera frá 1280-1300. Þar er stafsetning og
orðfæri með engu minni fornlegum hætti en í skinnbókarbroti
Heiðarvígasögu. í 519 A eru margar orðmyndir með líku
sniði í hneigingum og hljóðum, og eru fornlegar að sama
skapi. Dæmi eru: forsetningin of, þars, nackvat, eptir fyrna
(þ.e. förina), hugsaðag, emk, ro (þ.e. ero), scallattu (þ.e.
scall-at-tu), bazt, -þiokvar, sekjan, gnógr, riddere, rangynde,
tvenns konar ö o.s.frv.1
Jón Helgason hefur vakið máls á því, að ætla mætti frumtext-
ann mjög gamlan fyrir sakir þessara gömlu málfarseinkenna,
en telur samt öll tormerki á því, þar sem Brandur Jónsson
biskup sneri óefað þessu víðkunna kvæði Galterusar á norrænu
eftir 1260. Jón hugleiðir tvær skýringar á þessu. Brandur sé af
Svínfellingum kominn og kynjaður úr afskekktri sveit, þar sem
fornyrði gætu hafa legið lengur í landi en annars staðar. í öðru
lagi kæmi til greina, að Brandur hefði vitandi vits fyrnt málfar
sitt til að ljá þýðingunni ljóðstílsbrag frumtextans.
Úr þessu verður ekki skorið, en sú staðreynd blasir við, að
Alexanderssaga og reyndar ýmsir aðrir sögutextar 13. aldar
bera með sér, að sú málfarslega þekking, sem ritskýrendur
ráða nú yfir, heimilar ekki „fornlegum“ orðmyndum að taka
af skarið um það, hvort saga sé samin um 1200 eða 1250.
Meira þarf til.
Stíll er örðugur viðfangs og afar viðsjárverður, þegar hon-
um er beitt gagnrýnislítið til að ganga úr skugga um ritunar-
tíma sögu. Þykir mér hlýða í þessu sambandi að fara nokkrum
almennum orðum um sögustílinn sem aldursröksemd um leið
°g ég vík að Heiðarvígasögu.
Alexanders saga. Manuscripta Islandica 7, vii-ix. Jón Helgason nefnir fleiri
fornlegar orðmyndir á bókinni en hér er gert.