Studia Islandica - 01.06.1993, Page 197
195
og sett í sviga þær setningar, sem mega gjarnan missa sín. Er
nokkur freisting að hugsa sér óvandaðan skrifara, sem endur-
tekur stundum orð og setningar í hugsunarleysi, eins og örugg
dæmi virðast vera til um.1 Kr. Kálund skýrði á hinn bóginn lýti
framsetningarinnar í anda sagnfestunnar á þá lund, að sagna-
maður hefði sagt sögu sína, eins og andinn blés honum í
brjóst, þ.e. „höfundur“ hefði ekki fágað stílinn.2
Þó virðist augljóst, að höfundurinn hefur haft mætur á ýms-
um orðum og orðasamböndum eins og so. að hjala, smáorð-
inu nú, eiga góða kosti (einskis góðs kosti, góða kosti fjár),
vættir mik, mikils verðr, mikill fyrir sér (eigi lítill fyrir sér),
gildr fyrir sér, vel viljaðr, skattyrðask o.fl. Þetta orðfæri sýnir
að öllum líkindum persónulegan stíl. En um það má vissulega
deila.
Frægt dæmi um brot gegn stílhefð íslendingasagna er sam-
tal Þórarins spaka við Barða, sem spannar nær allan 16. kafla
sögunnar. Úr honum tek ég póst til sýnis:
„Nú munu vera manna mót,“ segir Þórarinn, „á milli Hóps ok
Húnavatns, þar sem heitir Þingeyrar, en ek hefi því ráðit, er
engi váru hér til. Nú skaltu þangat fara ok reyna vini þína, fyrir
því at nú vættir mik, at menn sé forkunnar margir. er lengi hefir
dvalizk; mun nú þar vera fjylmennt. Vættir mik, at þar komi
Halldórr, fóstbróðir þinn; bið hann fgruneytis ok brautargengis,
ef þér er ngkkurr hugr á at fara ór heraði á braut ok hefna bróð-
ur þíns. Bœr heitir á Bakka; hann er fyrir útan Húnavatn; þar
bjó kona sú, er Þórdís hét ok var kglluð gefn ok var ekkja. At
ráðum var með henni maðr sá, er Oddr hét; hann var gildr maðr
fyrir sér. Ekki var hann eins kostar féggfugr eða ættstórr; þó var
hann frægr maðr; hann skaltu biðja fylgðar með þér; hann ræðr
svgrum. Þar er kallat í sveit þeiri á Kólgumýrum, ok eru þar bœ-
ir margir, ok heitir einn bœr á Meðalheimi; þar bjó sá maðr, er
' Sbr. „ok sýndisk jafnt eptir því, sem sagt var; sýndisk, at jafnt myndi eptir
dagslátta, sem sagt var;“ Hvs., 288; sjá The Saga of Gunnlaug Serpent-
2 Tongue, 24.
Kr. Kálund kemst svo að orði: „og sagaen indeholder adskillige mod-
sigelser og mangelfulde oplysninger, som om her forelá nedskrift efter en
art improviseret fortællen uden gennemsyn af den derved fremkomne
skriftlige fremstilling", Heiðarvtga saga, xvi.