Studia Islandica - 01.06.1993, Qupperneq 198
196
Þorgísl hét; hann var systrungr Gefnar-Odds at frændsemi ok
var hraustr maðr ok skáld gott ok átti góða kosti fjár ok gildr
maðr fyrir sér; kveð þú hann til farar með þér. Bœr heitir at
Búrfelli, milli Svínavatns ok Blpndu; þat er á Hálsum út; þar bjo
sá maðr, (er) Eiríkr hét ok var kallaðr viðsjá; hann var skáld ok
eigi lítill fyrir sér; hann skaltu kveðja til fyruneytis með þér. í
Langadal heitir bœr á Auðólfsstgðum; þar bjó sá maðr . .
Sagan heldur þannig áfram. Björn M. Ólsen hefur lýst þessart
framsetningu á þá lund, að sum samtöl í sögunni séu stórgöll-
uð, þar sem höfundurinn grípi fram í, og „einna hneixlanleg-
ast“ sé viðtal þeirra Þórarins og Barða, sem vitnar um, að
sagnalistin hafi ekki enn komist á legg.1 2 3 Eftirtektarvert er, að
hjalið, sem sagan nefnir svo, er löng ræða Þórarins, en Barði
sjálfur mælir ekki orð af vörum. í máli Þórarins er hin listræna
sýnd rofin, af því að þar fara saman ráðleggingar hans og
beinar skýringar höfundar á ætterni og mannkostum kunnra
manna og þar til viðbótar fylgja lýsingar á legu sveita og bæja,
sem Barða hefur verið fullkunnugt um og því óþarfar. Þórdis
er sögð búa að Bakka og sé hann fyrir utan Húnavatn eða
Meðalheimur sé á Kólgumýrum og Búrfell „á Hálsum út“.
Fleiri dæmi af svipuðum toga eru á víð og dreif um söguna.
Þessi framsetning, sem er óneitanlega framandleg í íslend-
ingasögum, felur í sér, „að vitneskja, sem einungis á erindi til
áheyrenda, sé til hægðarauka lögð sögupersónum í munn' •
Frásagnaraðferðin er ekki einstök í Heiðarvígasögu, því að til
hennar er gripið bæði í Eddukvæðum og íslendingasögurm
þótt hliðstæðurnar séu við fyrstu sýn vissulega ekki margar.
1 Hvs., 264-265.
2 Um íslendingasögur, 209.
3 í Hamðismálum segir: „Systir var ykkur/Svanhildur um heitin“ (3. er.)-
Guðrún Gjúkadóttir mælir þessi orð við sonu sína, eins og þeim sé ókunn-
ugt um nafn systur sinnar. Sjá Jón Helgason: Kviður af Gotum og Hunum,
101. Skemmtileg dæmi um þetta eru líka í Gunnlaugs sögu ormstungu, þar
sem Þorsteinn Egilsson greinir Jófríði, konu sinni, frá því, að hún se me
barni og í Bjarnar sögu Hítdælakappa, þegar Þórhildur, föðursystir
Bjarnar, býður honum til fylgdar son sinn með þessum orðum: „Ek á einn
son hér, er Þorfinnr heitir", rétt eins og Birni hefði verið ókunnugt um þa