Studia Islandica - 01.06.1993, Page 205
203
Frásagnarháttur Heiðarvígasögu er talinn benda til þess, að
sögustíllinn hafi verið í deiglunni um 1200, en hann talinn aft-
ur á móti færa sönnur á, að Heiðarvígasaga sé skrifuð um
1200. Fyrir utan þessa óvísindalegu ályktunaraðferð, er nær-
tækt að spyrja: Er nokkur fótur fyrir þeirri bjargföstu trú, að
sögustíllinn sé í bernsku um 1200?
Fullþröngt er það sjónarmið að skorða sögustílinn við ís-
lendingasögur einar, jafnvel þótt mörg ritverk annarra bók-
menntagreina hafi flest auðkenni hans. Með slíkri afmörkun
er hætt við, að menn verði glámskyggnir á sögulegar rætur,
þróun og hlutverk sögustílsins.1 Ef Snorri Sturluson væri höf-
undur fyrstu íslendingasögunnar, eins og giskað hefur verið
á,2 þá væri alls ekki þar með sagt, að hann væri skapari sögu-
stílsins. Ávant er frekari skilgreiningar á „sögustíl.“ Er hann
einungis bundinn við íslendingasögur?
Á 3. áratug 12. aldar skrifar Ari fróði íslendingabók sína í
þurrum og gagnorðum fræðistíl, eins og við var að búast eftir
tilgangi verksins, en bók Ara segir ekki mikið um, hvernig
þroska hinnar munnlegu frásagnarlistar var þá komið. Ekki
verða bornar brigður á, að hún hefur öldum saman verið í
stanslausri sköpun og þjálfun jafnt við hirðir erlendra kon-
unga sem innanlands á mannamótum, þar sem menn fluttu
kvæði og sögðu sögur bæði til fróðleiks og skemmtunar. Por-
gils saga og Hafliða hermir frá hinu kunna brúðkaupi á
Reykjahólum, sem átti sér stað 1119 eða skömmu áður en Ari
skrifaði bók sína. í þeirri veislu höfðu menn um hönd „sagna-
skemmtan“, og nafngreindir menn hermdu sögur af víðfræg-
um fornaldarköppum og ortu vísur með til bragðbætis.3
Óskráðum sögum berst brátt liðsauki af ritvenjum erlendra
bóka, og árangurinn lætur ekki á sér standa, eins og raun ber
vitni. Strax um 1150 skrifar Eiríkur Oddsson bók sína Hryggj-
' Um stíl og sagnalist sjá Sigurður Nordal: Snorrí Sturluson, 133 o.áfr.
Hermann Pálsson: Sagnaskemmtun íslendinga.
Sbr. Jónas Kristjánsson: „Var Snorri Sturluson upphafsmaður íslendinga-
sagna?“, 85-105.
Sturlunga saga 1,27. Sjá athugasemdir P. Footes: „Sagnaskemtan: Reykja-
hólar 1119“, 65-83.