Studia Islandica - 01.06.1993, Page 206
204
arstykki, sem er fyrsta frumsamda saga íslenskra bók-
mennta.1 Hún er að vísu konungasaga, en þar birtist í fyrsta
skipti þroskaður munntaminn bókstíll.
Pegar Bjarni Aðalbjarnarson gerði grein fyrir vinnubrögð-
um Snorra Sturlusonar í Heimskringlu, varð honum að orði:
Og ekkert getur betur kennt mönnum að meta sagnakönnun og
sögulist Snorra en að gera sér grein fyrir, hversu hann hefir bætt
um frásagnir svo ágætra heimilda, einkum þar til er Hryggjar-
stykki verður uppistaðan.2
Við blasir sú merkilega staðreynd, að Snorri hefur ekki séð
ástæðu til að fara að ráði höndum um texta Hryggjarstykkis til
að betrumbæta hann, því að Snorri mun hafa verið sáttur við
hann, svo sem sjá má af Morkinskinnu og Fagurskinnu, sem
geyma leifar Hryggjarstykkis líkt og Heimskringla.3
í Hryggjarstykki koma fram flest merki sögustílsins í orð-
færi og setningaskipan og stílbrögðum. Þar situr hlutlægni t
fyrirrúmi, og enginn hörgull er á markvissum samtölum, sem
eru lífrænn hluti frásagnarinnar. Heimildir Hryggjarstykkis
eru án efa munnlegar. En mest stingur í augu, að þar er kafað
undir yfirborðið. Sigurður Nordal hefur auðkennt stíl Eiríks
með nokkrum orðum:
1 Sjá Bjarni Guðnason: Fyrsta saean, 125 o.áfr.
2 Hkr. III, viii.
3 Ekki gefst kostur á að tefja lengi viðstíl Hryggjarstykkis, en fyrir fróðleiks-
fúsa lesendur læt ég fylgja tvö örstutt sýnishorn úr því. Þau eru bæði að
heita má eins í Morkinskinnu og Heimskringlu:
En hann bjósk við þeim, ok var við sjálft, at þar mundi alþýða berjask.
En þat varð at sætt með þeim Jóani, at hann leysti undan ívar ok Arn-
bjyrn ok festi fé fyr þá. En þat fé var honum gefit síðan. ívarr dynta var
leiddr á land upp ok hpggvinn, því at þeir Sigurðr ok Gyrðr Kolbeinssyn-
ir vildu eigi fé taka fyrir hann, því at þeir kenndu honum, at hann hefði
verit at drápi bróður þeira. (Msk., 434. Hkr.Ul, 317).
Enn fremur:
Eptir þat gengu þeir Sigurðr í brott, ok lætr hann kalia at sér þá menn,
er heitizk hpfðu til fpruneytis við hann, ef Haraldr konungr fengi bana.
Taka þeir Sigurðr skútu eina ok skipa mpnnum við árar ok róa út a vag-
inn fyr konungs garð. Tók þá at lýsa af degi. Þá stóð Sigurðr upp og tal-
aði. (Msk., 413. Hkr. 111,301).