Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 208
206
dreifa. Sá grunur læðist að mér, að hinn ójafni stíll Heiðar-
vígasögu hafi orðið uppspretta að ranghugmyndum um aldur
og þróun sögustílsins og leitt meðal annars til of þröngrar
skýrgreiningar á honum. Við tímasetningu Heiðarvígasögu er
skynsamlegt að halda þróun „sögustílsins“ frá aldri sögunnar.
Þótt frásagnarhátturinn orki annarlega og klaufalega á þá,
sem drukkið hafa í sig hefðbundinn sögustíl með móður-
mjólkinni, má hafa fyrir satt, að frávik frá staðli stíl-
tegundar eru í sjálfu sér ekki aldursmerki.
Hugum nú almennt að list Heiðarvígasögu sem aldursmerki.
Eins og kunnugt er, hefur tímasetning íslendingasagna
löngum stuðst við þá frumhugsun, að þróunarstig og aldur fari
nokkurn veginn saman. Hefur Sigurður Nordal haldið þessu
fram víða í bókum sínum. Skal skoðun hans rifjuð upp, þótt
ég hafi þegar tæpt á ýmsum atriðum hennar. Að ætlun Sigurð-
ar varða einkum þrjár íslendingasögur þroskabraut sagna-
listarinnar: Heiðarvígasaga, Njála og Víglundarsaga. Með
Njálu nái listin hámarki, þar gæti fyllsta samræmis milli
skemmtunar og sögulegrar dómgreindar, en smátt og smátt
rofni jafnvægi þessara þátta í sögunum og þá leysist þær upp
í frumparta sína, annála og ýkjusögur, eins og Víglundarsaga
sýni. Heiðarvígasaga sé aftur á móti frumstæðust allra forn-
sagnanna að samsetningu og stíl, hún verði til, þegar sagn-
fræðin situr í öndvegi og geti ekki kallast skáldsaga. Grunn-
hugsun Sigurðar er þess vegna sú, að sagnaritunin þokist
smám saman frá vísindum til skáldskapar, frá Ara fróða til
Víglundarsögu. Sagnalistin blómstri, þar sem frjálst sé farið
með söguefnið, án þess að horfið sé frá „raunsæi“ hinna eldri
sagna. Skylt er að taka fram, að Sigurður lætur þess jafnan
getið, að þessi þróun fari af ýmsum ástæðum ekki hlykkja-
lausa braut. Þróunarhugmyndin gerir sem sé ráð fyrir því, að
Heiðarvígasaga sé viðvaningslegt brautryðjandaverk við upp-
haf sagnagerðar, þar sem höfundur hafi fest á bókfell munn-
mælasögur, sem ráði að mestu leyti stíl, framsetningu og
byggingu sögunnar. Skrásetjarinn er kallaður höfundur í anda
bókfestunnar.