Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 210
208
húskarlavígunum í Njálu, þar sem einu vígi svipi lítt til
annars.
Að sönnu þola fáar sögur listrænan samanburð við Njálu,
en drepa vil ég á eitt atriði til umhugsunar. Vilji menn segja
frá tilbrigðaríkum viðburðum, eru einhæfar endurtekningar
sjálfsagt ekki til mikilla bóta, en stefni menn að því að koma
ákveðnum boðskap til skila, þá eru blæbrigðalitlar en mark-
vissar ítrekanir við hæfi. Höfundur Heiðarvígasögu hefur ef
til vill lagt meiri þunga á að draga fram blóðsúthellingar Víga-
Styrs og inntak þeirra en skreyta frásögn sína með fjölbreytni
í aftökum. Tilgangurinn tekur stefnuna, og merkingin, sem er
aðalatriðið, er dyggilega studd af forminu.
Björn M. Ólsen vék einnig að eggjun Þuríðar og matarboði
hennar:
Enginn getur neitað, að í þessu er fólgin list, því að höfundur hef-
ur bersínilega búið til matreiðslusöguna af eigin brjósti utan um
orðstefin, sem hann hefur hugsað sjer first, óhugsandi að hún hafi
filgt munnmælunum frá upphafi. Það er meira enn list, sem hjer
kemur fram, það er það sem við köllum á íslensku vanalega
tilgerð, enn gætum líka ef til vill kallað oflist. Matreiðslusagan er
fjarstæð öllum sennileika, óeðlileg og smekklaus.1
1 Um íslendingasögur, 207-208. Svipað mætti segja um blóðið, sem Hildi-
gunnur í Njálu geymir í skikkju Höskulds, bónda síns, dögum ef ekki vik-
um saman. Væri sú frásögn ekki „fjarstæð öllum sennileika, óeðlileg og
smekklaus"? En spurningin erekki um sennileika helduráhrif. —Joaquín
Martínez-Pizarro hefur skrifað grein, sem nefnist „The three Meals in
Heiðarvíga saga: Repetitional and Functional Diversity“, þar sem hann
gerir grein fyrir þremur máltíðum í Heiðarvígasögu, sem allar skipta miklu
máli fyrir framvindu hennar. Þær eru matarboð að Þórhalla, sem leiddi til
þess, að Víga-Styrr vó hann; veisla Þuríðar fyrir suðurför Barða; dögurður
Þorbjarnar Brúnasonar fyrir dráp Gísla á Gullteigog Heiðarvígin. Martín-
ez-Pizarro telur Heiðarvígasögu vera deilusögu, „an old-fashioned ideal of
heroic narrative", en snið þessara þriggja máltíða og endurtekning skyldra
atriða valdi því, að sagan sé bókmenntir. Hann kemst svo að orði: „Heið-
arvíga saga, however, is literature; it can not be interpreted as a pure pro-
duct of tradition. The repeated pattern of the meals can be best explained
by formal considerations of unity, design and thematic balance.“ Niður-
staðan er athyglisverð.