Studia Islandica - 01.06.1993, Side 211
209
Björn tæpir á merkilegum atriðum, þeim sem hann kallar til-
gerð og oflist í Heiðarvígasögu. Eins og geta má nærri, stóð
Björn í þeirri trú, að höfundur Laxdælu hefði væntanlega haft
þessa lýsingu Heiðarvígasögu í huga, þegar hann lýsti eggjun
Þorgerðar Egilsdóttur, því að ekki kæmi til mála, að Heiðar-
vígasaga hefði þegið brýninguna frá Laxdælu, þar sem í henni
væri allt „eðlilegt og smekklegt". Sigurður Nordal hefur, eins
og aðrir fræðimenn, þegið ýmsar athugasemdir sínar um list
og aldur Heiðarvígasögu frá Birni.
Þegar Sigurður greindi íslendingasögurnar í fimm flokka
eftir aldri, lét hann þess getið, að þótt nokkrar sagnanna í öðr-
um flokki væru allfrumstæðar, þá „hefur samt engin þeirra í
frammi eins sérvizkulega tilburði og tvær elztu sögurnar í
fyrsta flokki“, og hafði Sigurður þar í huga Heiðarvígasögu og
Fóstbræðrasögu.1 Þessar sögur hafa löngum verið spyrtar
saman, og hefur Fóstbræðrasaga verið talin „á sinn hátt með
svipuðum viðvaningsbrag og Heiðarvíga saga“.2 Leifar elstu
rita séu sýnilegar í þessum sögum og bregði þannig skæru ljósi
á aldur þeirra:
Þannig sjást í Heiðarvíga sögu greinilegar menjar eftir stíl
lagamáls, í Fóstbræðra sögu eftir hin lærðu rit þess tíma um guð-
fræði og læknisfræði.3
Með því að Fóstbræðrasaga er skrifuð litlu fyrir 1300, þarf
ekki að fara í grafgötur um glámskyggni fyrri fræðimanna á
aldursrök þeirrar sögu, og ég er sannfærður um, að hið sama
gildi um Heiðarvígasögu. Lagamál hennar eru hin svokölluðu
griðamál, sem eru hvorki menjar frumstæðra þátta í söguritun
né vísbending um aldur, heldur lykill að merkingu sögunnar
og skilaboðum höfundar. Svipuðu máli gegnir bæði um guð-
fræði og læknisfræði Fóstbræðrasögu, þau segja ekki mikið
um ritunartíma hennar á 13. öld.
J Um íslenzkar fornsögur, 137.
^ Hvs., cxxxix.
Um íslenzkar fornsögur, 139.