Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 218
216
Barði og föruneyti hans koma að Bakka, þá segir sagan: „ok
riðu þeir heim mikinn dyn í túnit eptir hprðum velli.“ Pessa
setningu má skilja á þrjá vegu. Hana má taka eftir orðanna
hljóðan sem lýsingu á heimreiðinni. í öðru lagi gæti hún verið
lýsing á sálarástandi reiðmanna, Barða svelli móður og ríði
einbeittur til víga. Sams konar lýsingar eru víða fyrir hendi,
m.a. í Eddukvæðum. Alkunna er, að látbrögð Þórs og Freyju
í Þrymskviðu sýna innri geðshræringar þeirra: „skegg nam at
hrista“ (skelfing Þórs við brotthvarf Mjöllnis), „allr ása salr/
undir bifðisk“ (reiði Freyju, er hún skal bindast brúðarlíni og
aka í Jötunheima).
í kvæðinu Haustlöng yrkir Þjóðólfur úr Hvini um Þór, er
hann ók í reið sinni „at ísarnleiki“ við Hrungni jötun, ogkemst
skáldið svo að orði: „mána vegr dunði und hánum.‘d Dynur er
tengdur ferðum Þórs, og má láta sér til hugar koma, að lýsing
Barða, þegar hann ríður „mikinn dyn í túnit“ og heldur í lang-
ferð til að „berja á tröllum“ minni á sjálfan Ása-Þór.1 2
Atburðafléttan um Gefnar-Odd, samtölin og tvíræðnin
votta, að frásögn Heiðarvígasögu sé eigi sýnishorn um frum-
stæða og einþátta munnmælasögu, heldur vitnisburður um
list, sem á langa þjálfun að baki.
Heiðarvígin sjálf eru sviðsett að hætti hetjusagna, en samt
verður ekki bent á neina einstaka frásögn, sem talist geti skil-
yrðislaust bein fyrirmynd þeirra. Þau minna einna helst á
Brávallabardaga í Sögubroti, þar sem ofurhugar ganga fram
úr fylkingum, ræðast við og veita hver öðrum þung högg og
stór. Sögubrot ber þess merki að efni og orðalagi að vera ung-
ur texti og endursaminn á síðara hluta 13. aldar og sæta auð-
sæjum áhrifum riddarasagna með tilheyrandi lýsingum, orða-
kasti, örkumlum og ýkjum.3
1 Sjá Skjaldevers, 39. — Sbr. Finnur Jónsson: Den norsk-islandske Skjalde-
digtning AI,19.
2 Áhrif Hvs. á Grettissögu skína víða í gegn, eins og síðar verður gerð grein
fyrir. Þegar Grettir glímir við Auðun Ásgeirsson á Auðunarstöðum og hef-
ur hann undir, þá ríður Barði í garð: „ok þá kemr dynr mikill undir bœ-
inn.“ Grettiss., 96.
Danakonunga s., xxxvi-xlii, 65-68.