Studia Islandica - 01.06.1993, Page 224
222
virða á annan veg en hann gerir. Vísurnar í Eyrbyggju gætu
verið stældar eftir vísum Sturlungu en ekki öfugt.1 Tímasetn-
ing Einars Ólafs hefur ekki hlotið mikinn hljómgrunn með
fræðimönnum, enda þarf þungvæg rök til að hnekkja vitnis-
burði texta, sem er í öllum heilum handritum sögu. Að öllu
athuguðu sýnast veigamikil rök hníga til þess, að Eyrbyggja sé
yngri en Laxdæla og samin eftir miðja öldina, þar sem Lax-
dæla er talin vera frá því um 1250 eða jafnvel enn yngri.2 Ekki
get ég stillt mig um að vekja sérstaka athygli á því, að sú saga,
sem talin er til muna „fornlegri" að anda og frásagnarhætti,
skuli reynast vera yngri en sú saga, sem birtir íslenska frásagn-
arlist í sinni fullkomnun. Sú staðreynd leiðir hugann að gildi
þeirrar rannsóknaraðferðar, sem einna nýtilegust hefur þótt
við aldursákvörðun Heiðarvígasögu: Að láta smekk segja fyr-
ir um, hvað sé „fornlegt“ eða „unglegt“ og tímasetja síðan
sögu eftir því. En af tengslunum við Eyrbyggju leiðir, að síð-
ari tímamörk Heiðarvígasögu eru ekki um 1220, heldur senni-
lega sjötti eða jafnvel sjöundi áratugur 13. aldar. Bæði aldur
skinnbókarbrots Heiðarvígasögu og síðari ritunarmörk sög-
unnar hafa þá færst fram um hálfa öld að kalla.
Með öllu er óþarft að vera margorður um líkingar með Eyr-
byggju og Heiðarvígasögu enda efast enginn um, að þær séu
fyrir hendi, eins og tilvitnunin gefur raunar til kynna. Góð
dæmi um líkindi í efni og orðavali eru berserkjaþátturinn,
kirkjugerð Víga-Styrs, stærð kirkna, dráp Styrs og hefnd.2
1 Frá 1238 er vísa Sighvats Sturlusonar í íslendingasögu Sturlu Þóröarsonar,
sem hefst svo: „Létat mér inn mæti /móteflandi spjóta" (Sturlunga saga I,
419), og eru þessi vísuorð einkennilega lík upphafsorðum á vísu Víga-Styrs í
Eyrbyggju (75): „Sýndisk mér sem myndi/móteflandar spjóta." Orðmyndin
móteflandar er ung (í stað ,,mót-eflendr“), en enn merkilegra þykir mér, að
V íga-Styrr skuli yrkj a vísuna yfir greftri berserkjanna að sögn Eyrbyggj u, en
berserkjasögnin er þegin frá Heiðarvígasögu. Þótt undarlegt megi þykja, er
ekki sagt í sögunni frá greftri berserkjanna, svo sem ætla mætti, og hefur sú
frásögn trúlega fallið JÓ úr minni eins og fleiri vfsur Víga-Styrs í Heiðarvíga-
sögu. Það er engin firra að ætla gang mála þennan: Vísa Sighvats > Heiðar-
vígasaga > Eyrbyggja. En þetta er auðvitað hrein getgáta.
2 Sjá Laxdæla, xxxiv. — Sigurður Nordal: Um íslenzkar fornsögur, 133.
3 Sjá m.a. formálsorð Einars Ólafs í Eyrbyggju, xx-xxi. — Um Njálu, 124-126.