Studia Islandica - 01.06.1993, Page 230
228
vígasögu. Höfundur hefur endaskipti á hlutunum og laðar
þannig fram eins og í Hávarðarsögu kímni og spott með því
að ganga að því vísu, að áheyrendum hafi verið vel kunnar
frásagnir af Heiðarvígakappanum.
Þess skal einnig getið, að Barði í Króka-Refssögu er sömu-
leiðis eftirmynd Atla í Otradal, einnar minnistæðustu sögu-
hetju Hávarðarsögu, sem „var manna minnstr ok vesallig-
astr1'.1 Vafalítið er Króka-Refssaga yngri en Hávarðarsaga.
Fleiri atriði í Króka-Refssögu vísa til Heiðarvígasögu, og
eru þau af svipuðum toga og ofan greinir. Þorbjörn vegur
Barða í Króka-Refssögu, en í Heiðarvígasögu drepur Barði
Þorbjörn (Brúnason). Refur hefnir Barða og af þeim verkn-
aði er keimur af drápi Þorbjarnar í Kjálkafirði og vígi Víga-
Styrs (Davíð-Golíat minnið).
í formála að Droplaugarsonasögu dregur Jón Jóhannesson
fram, að bardaganum í Eyvindardal svipi í nokkrum atriðum
til Heiðarvíga. Honum farast svo orð um þau tengsl:
Auðvitað eru þessi líkingaratriði of smávægileg til að sanna, að
önnur sagan hafi orðið fyrir áhrifum frá hinni, en þau benda
heldur í þá átt, og er þá naumast efamál, að Heiðarvíga saga sé
veitandinn.2
Jón Jóhannesson er hinn gætni sagnfræðingur, sem vill vitan-
lega hafa vaðið fyrir neðan sig. Frá mínum bæjardyrum séð
leikur ekki á tveim tungum, að Droplaugarsonasaga seilist
eftir yrkisefni til Heiðarvígasögu. Til frekari samanburðar
bendi ég á athuganir Jóns, sem greinir fjögur greinileg líking-
aratriði með sögunum í efni og tilsvörum, og læt það gott
heita.
Að framan hefur verið ýjað að hugmyndatengslum með
Heiðarvígasögu og Fóstbrœðrasögu, þegar talað er um hefnd-
ina sem gneista heiðninnar og að Barði og Þormóður Kol-
brúnarskáld ofgeri í hefndinni að dómi Ólafs helga. Sögurnar
skarast. Höfðingjarnir Þorgils Arason og Vermundur hinn
1 Hávarðar s., 341-342. —Sjá Króka-Refs s., 123.
2 Droplaugarsona s., lxxv.