Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 231
229
mjóvi koma fyrir í báðum sögum, og Víga-Styrs er getið í
Fóstbræðrasögu. Porgeir Hávarsson og Víga-Styrr eru af
sama bergi brotnir, andfélagslegir ofstopamenn, sem slá
menn af líkt og búfé. En munur þeirra liggur í því, að Fóst-
braeðrasaga hefur ekki hiklaust reist merki sitt gegn mann-
drápum líkt og Heiðarvígasaga. Fyrir því er afstaða sagnanna
til vígamanna ólík.
Líkindi í orðalagi og efnisatriðum með Heiðarvígasögu og
Fóstbræðrasögu eru ekki mörg, og veldur því ugglaust með-
ferð Fóstbræðrasögu á heimildum sínum. Skýlaust vitni um
tækni höfundar er dráp Forgeirs á Butralda, sem er meistara-
leg eftirlíking á vígi Þráins í Njálu með öllum þeim frávikum,
sem höfundur Fóstbræðrasögu leggur til málanna í því skyni
að skapa sjálfstæða listræna heild.
í Fóstbræðrasögu þreifar Gríma um þrælinn Kolbak líkt og
Alöf kerling um Barða, svo að garpana sakaði ekki, er þeir
færu til vígs. Er rætt um þetta með líku málfari: „bíta engi
járn“, „troll“, ,,troIlskapr“.' Hugsanlega mætti skýra þetta
svo, að einungis væri um þjóðsagnaminni að ræða án beinna
nttengsla. En bæði orðafar og málavextir mæla ekki með
slíkri lausn.
Þorgeir Hávarsson tekur ungur að aldri af lífi ójafnaðar-
•nanninn Jöður til að hefna föður síns. Það atvik og þau um-
mæli, sem við eru höfð í því sambandi, minna á Gest og Víga-
Styr. Þar er ekki aðeins lögð áhersla á maklegmálagjöld, eins
°g segir í Fóstbræðrasögu: „en þat mun hann hverjum gjalda,
sem til vinnr“,2 heldur er farið líkum orðum um vígið. Menn
Feri saman:
Sýndisk gllum mgnnum, þeim er heyrðu þessa tíðenda sygn, sjá
atburðr undarligr orðinn, at einn ungr maðr skyldi orðit hafa at
bana svá harðfengum heraðshyfðingja ok svá miklum kappa
sem Jpðurr var.3
2 Fóstbr.s., 162-165. — Sbr. Hvs., 281-182, 302-303.
Fóstbr.s., 133. Menn taki eftir, að hann er Kristur, og kemur það heim við
Hvs.
Fóstbr.s., 133.
3