Studia Islandica - 01.06.1993, Page 233
231
þess, að menn hafa ekki andvara á sér, hættulegur gestur11.1
Ég get mér þess til, að orðið sé í raun og veru nýyrði höfund-
ar: Andvara-Gestur, og eigi rætur að rekja til Heiðarvíga-
sögu. Smásveinninn Gestur Pórhallason var hættulegur, þótt
ekki væri nema fyrir þá sök eina, að Víga-Styrr galt ekki var-
huga við honum. Á þetta leggur Heiðarvígasaga mikla
áherslu. Þegar á allt er litið, efast ég ekki um, að höfundur
Fóstbræðrasögu hafi á sína vísu sótt nokkurt bætiefni til Heið-
arvígasögu.
Eins og að framan greinir, tæpti Björn M. Ólsen á því, að
Kormákssaga hefði ef til vill leitað fanga til Heiðarvígasögu
og vísaði til líkinga í orðalagi á einum stað:
Fóstra Helgu var því vpn, at þreifa um menn, áðr en til vígs fœri;
hon gerir svá við Qgmund, áðr hann fór heiman; hon kvað
hvergi stórum við hníta.2
Hon (þ.e. fóstra Barða) tekr til í hvirflinum uppi ok þreifar um
hann gllum megin, allt á tær niðr. Barði mælti: „Hvé kenniskþér
til, ok hvé ætlar þú vera, þó þreifar þú nú svá vandliga?“ Hon
svarar: „Vel þykki mér,“ sagði hon, „hvergiþykki mér við hníta,
svá at ek finna stórum. “3
Enda þótt þetta minni komi víðar fyrir, svo sem í Fóst-
bræðrasögu, ríða skáletruðu orðin baggamuninn, svo að mér
Þykir sanni næst, að Heiðarvígasaga sé veitandi. Lýsing henn-
ar virðist vera bæði upprunalegri og listrænni með orðaskipt-
Ufn í sjálfri frásögunni, en sögn Kormákssögu gæti verið út-
dráttur. Fóstra Helgu, sem þreifar um Ögmund, sýnist leggja
þessa fjölkynngi í vana sinn, en í Heiðarvígasögu er hún
bundin við Barða. Orðið stórum er í samræmi við atburðarás-
lna í Heiðarvígasögu, en er að öllum líkindum viðhengi rit-
heimildarinnar í Kormákssögu, þar sem Ögmundur kemst
skeinulaus úr bardaganum ólíkt Barða.
Að endingu sakar ekki að geta þess, að Bjarni Einarsson
2 Sjá skýr. nmáls Fóstbr.s., 126.
3 Kormákss., 204.
Hvs., 281.