Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 239
237
vísbendingar um skyldleika sagnanna eru á víð og dreif í bók-
inni.1
Þótt fátt eitt sé sagt frá Ólafi helga í Heiðarvígasögu, má
gera sér í hugarlund, að höfundur hennar hafi þekkt einhverja
Ólafs sögu helga. Sigurður Nordal hefur vakið athygli á því,
að orðatiltækinu „sem í skóg sæi“ bregði fyrir í fjórum fornum
sögum, sem gefi í skyn samband þeirra á milli. Er orðasam-
bandið lýsing á óvinafjöld. Þessar sögur eru Helgisaga Ólafs,
Sverrissaga, Fóstbræðrasaga og loks Heiðarvígasaga.2 Örð-
ugt er að segja til um, hvað af þessu má ráða. Fóstbræðrasaga
er ekki lengur talin til elstu sagna og orðasambandið fer án efa
verst í Heiðarvígasögu, þar eð um tiltölulega fáa menn er að
ræða, þá sem að sækja. Vekur það grunsemdir um, að samlík-
ingin eigi heima í öðru og eðlilegra umhverfi, og kemur þá
upp í hugann, að ýkjur hafa átt innangengt í bardagalýsingar
Heiðarvíga. Meira máli skiptir, að allar þessar sögur benda til
Þingeyraklausturs, og virðist kveðskapur í Heiðarvígasögu
staðfesta þetta með því að sýna líkingar við vísur, sem skrá-
settar hafi verið á Þingeyrum.3
Snorri Sturluson leggur mikla áherslu á í mannlýsingu Ólafs
helga að sýna þau miklu umskipti, sem verða á breytni hans,
þegar víkingurinn Ólafur Haraldsson segir skilið við hefndir
og mannvíg og gerist hinn bænrækni og siðavandi konungur.
Ekki vottar fyrir svo skýrum sinnaskiptum í eldri sögum af
Ólafi helga. Það er auðsætt, að Ólafur helgi setur ofan í við
Barða af myndugleika nýfengins siðamats. Ólafur helgi hefur
sagt skilið við þá forneskju að vega saklausa menn. Hin
harkalegu viðbrögð Ólafs helga, þegar hann gerir Barða
brottrækan frá hirð sinni, verða best skýrð í Ijósi skilnings
Snorra á þroskaferli Ólafs helga. Á þetta atriði legg ég höf-
1 , .
2 Na einkum bls. 55-58.
3 Ww., cxl.
Hvs., cxlii—cxliii. Víga-Styrr yrkir vísu, þar sem segir: „Eigi verðr þat allt
at regni, er r0kkr í lopti“, og minnir þetta orðtæki á upphaf vísu Þorfinns
munns, skálds Ólafs helga: „Rpkkr at regni miklu." Sjá Hvs., cxli; Hkr. II,
359.