Studia Islandica - 01.06.1993, Side 242
240
lega verið eggjun mæðgnanna Þorgerðar og Þuríðar, þótt hún
hafi ekki nægt öllum til sannindamerkis um rittengsl. Svo seg-
ir Laxdæla:
„ok furðu ólíkir urðu þér yðrum frændum ggfgum, er þér vilið
eigi hefna þvílíks bróður, sem Kjartan var, ok eigi myndi svá
gera Egill, móðurfaðir yðvarr, ok er illt at eiga dáðlausa sonu.“’
„því at ek veit górst um yðr sonu mína, at þurfi þér brýningina."2
En Heiðarvígasaga segir:
„er þér hafið eigi þorat at hefna Halls, bróður yðvars, þvílíks
manns, sem hann var, ok eru þér orðnir langt frá yðrum
ættmgnnum, er mikils eru verðir, ok eigi mundu þeir þvílíka
skgmm eða neisu setit hafa, sem þér hafið þolat um hríð ok
margra ámæli fyrir haft.“3
„fyrir því at eigi skal skorta til áeggjun, fyrir því at þess þarf við.“4
Þessar líkingar í efni og orðfæri taki af öll tvímæli um rittengsl,
enda bætast við svipaðar aðstæður, umhverfi og náskyldir mæl-
endur. Ég hef áður vikið að þessum frýjuorðum, en ætla samt
sem áður að vekja athygli á enn einu atriði til skýringarauka.
Þorgerður talar um, að hún eigi dáðlausa sonu, sem þurfi
brýningar við, þess vegna taki hún þátt í hefndarförinni. Þetta
má til sanns vegar færa. Ólafur pái hafði staðið gegn því, að
Bolli Þorleiksson yrði af lífi tekinn fyrir dráp Kjartans, og í ann-
an stað var Bolli náfrændi og fóstbróðir þeirra Ólafssona. Allt
öðru máli gegnir um áeggjun Þuríðar. Hefndarförin var þegar
ráðin, og til stóð að vega óvandabundinn mann, Gísla Þor-
gautsson. Að auki hafði Þuríður þegar frýjað Barða hefnda
með kinnhesti, þegar hann settist í sæti Halls, bróður síns.
Brýning Þorgerðar er því röklegur listrænn hluti heildarinnar,
en hvöt Þuríðar svífur öll í lausu lofti. Þessi staðreynd mælir
með þeim skilningi, að Heiðarvígasaga hermi eftir Laxdælu,
sem sé hvorttveggja fyrirmynd og heimild Heiðarvígasögu.
1 Laxdæla, 162.
2 Laxdæla, 164.
3 Hvs.,211.
4 Hvs., 279.
j