Studia Islandica - 01.06.1993, Page 243
241
Ekki er ég frá því, að sjálft málfarið styrki þá niðurstöðu.
Út frá almennum hugmyndum fræðimanna um aldur og list
íslendingasagna — eða af „raunsæi“ elstu sagna — hefði fast-
lega mátt búast við því, að atferli Puríðar væri undir meiri aga
(sbr. t.d. orðaflaum hennar: skömm — neisa — ámæli) og
snauðari að tilfinningaofsa en hin siðaða hegðun Þorgerðar.
En þessu er þveröfugt farið. í stað þess að gera ráð fyrir öfug-
streyminu oflist>list ætla ég líklegri þróun list>oflist.
í þessu samhengi fýsir mig að hreyfa einni hugmynd. Við
dögurðinn í Ásbjarnarnesi brytjar Þuríður margnefndan yx-
insbóg í þrennt og leggur ásamt steinum á borð fyrir þrjá sonu
sína sem tákn Halls, hins vegna sonar, sem var „fulltíði at
aldri“. Uxinn er með öðrum orðum sonartákn. Ólafur pái
Höskuldsson lét höggva uxann Harra, þegar hann var átján
vetra. Næstu nótt eftir dreymdi Ólaf, að kona kæmi að
honum, mikil og reiðuleg, og mælti m.a.:
„Son minn hefir þú drepa látit ok látit koma ógprviligan mér til
handa, ok fyrir þá sgk skaltu eiga at sj á þinn son alblóðgan af mínu
tilstilli; skal ek ok þann til velja, er ek veit, at þér er ófalastr.“’
í draumnum er sagt fyrir um dauða Kjartans. Það er engin
fjarstæða að halda, að hér sé komin fyrirmyndin að því tiltæki
Þuríðar að láta nýslátraðan uxa vera ígildi Halls. Uxi og
steinn á diski Þuríðar húsfreyju merkja: Sonur minn,
H a 11 ur. Enginn viðvaningsbragur er á þvílíkum skáldskap.2
Fátt er sagt af Barða og bræðrum hans í Laxdælu. Hallur
hefur bersýnilega verið fyrir þeim bræðrum enda þeirra
elstur. Hans er getið við leika í Ásbjarnarnesi með Kjartani
Ólafssyni og við brúðkaup hans í Hjarðarholti. Eftir víg
Kjartans eggjar Hallur manna mest ásamt Kálfi Ásgeirssyni,
að gengið skyldi milli bols og höfuðs á Bolla, en Ólafur pái
2 Laxdœla, 84-85.
Hér má af hugmyndasögulegum rökum (uxi=sonur) nefna Gefjunarsögn-
ina. Gefjunfór til Gylfakonungs í Svíþjóð, sem gaf hennieitt plógsland. „Þá
fórhon í Jptunheimaokgat þarfjóra sonu viðjptni ngkkurum. Honbrá þeim
í yxnalíki ok foerði þá fyrir plóginn ok dró landit út á hafit ok vestr gegnt Óð-
insey,okerþatkpl!uðSelund.“í/kr. 1,14—15;sbr. og l.kap. Gylfaginningar.