Studia Islandica - 01.06.1993, Side 244
242
hélt aftur af þeim og taldi son sinn ekki að bættari. Loks er
greint frá því, að Hallur hafi ekki verið hér á landi, þegar ráð-
in var aðför að Bolla.1
Ritskýrendur hafa dregið þá ályktun, að höfundur vísi í
þessu dæmi til Heiðarvígasögu. Ekki þarf svo að vera. Úr því
að Hallur var að sögn Laxdælu manna eindregnastur í hefnd-
unum, hlaut sagan sjálf að gera grein fyrir því, hvers vegna
Hallur var fjarstaddur, þegar um síðir varð af hefndarferð
Ólafssona. í Heiðarvígasögu er dregin upp nokkuð önnur
mynd af Halli. Hann er ekki riðinn við neina atburði hérlend-
is, einungis er þess lauslega getið, að hann hafi fallið fyrir
hendi morðingja í kaupferð í Noregi. Honum er lýst sem
göfugum friðsemdarmanni. Hér er skylt að hafa í huga, að
endursögn Jóns Ólafssonar er ein til hliðsjónar. Frásagnirnar
af Halli í Laxdælu og Heiðarvígasögu eru með sama sniði og
lýsingarnar á Barða í Heiðarvígasögu og Grettissögu. Höf-
undur yngri sögunnar prjónar við, en varast missagnir eftir
föngum. Frásagan fyllir í eyðu eldri sögunnar. Höfundur Lax-
dælu hefur mikið dálæti á Halli. Sagan segir frá því, að leikar
hafi verið lagðir í Ásbjarnarnesi:
Hallr, sonr Guðmundar, var þá á tvítugs aldri; hann var mjyk í
kyn þeira Laxdœla. Þat er alsagt, at eigi hafi verit alvaskligri
maðr í yllum Norðlendingafjórðungi. Hallr tók við Kjartani,
frænda sínum, með mikilli blíðu.2
Ef frásögn Heiðarvígasögu hefði verið Laxdælu tiltæk, verður
það að teljast undarlegt, að Laxdæla skuli að engu geta
hörmulegra endaloka Halls í Noregi. Hins vegar er skylt að
láta sér eigi úr minni líða, að ályktanir, sem dregnar eru af
þögninni einni saman, eru varasamar, eins og vinnulagi höf-
unda er háttað.
í Laxdælu er Barði kynntur til sögunnar sem einn sona Pur-
íðar og Guðmundar Sölmundarsonar. Þar næst er hann
nefndur, þegar Halldór Ólafsson, frændi hans, vill jafna sakir
við Bolla fyrir víg Kjartans, og er Barði þá sagður átján
1 Laxdœla, 162.
2 Laxdœla, 136.