Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 245
243
vetra og „mikill ok sterkr“. Halldóri verður að orði við frænda
sinn:
„er ekki því at leyna, Barði frændi, at mjyk var undir heimboði
við þik, at vér vildim hér til hafa þitt liðsinni ok brautargengi. “1
Ekki fer hjá því, að ummæli Halldórs líkist orðum Þórarins
spaka við Barða:
„Vættir mik, at þar komi Halldórr, fóstbróðir þinn; bið hann
fyruneytis ok brautargengis . . .“2
Eftirtektarvert er, að Halldór Ólafsson í Laxdælu leitar fyrst
liðsinnis Barða, sem fyrir Heiðarvígin bar sig fyrst eftir föru-
neyti Halldórs, fóstbróður síns. Ætla má, að þessar samsvar-
anir í nöfnum, atvikum og orðafari stafi naumast af einskærri
tilviljun. Pær eru dæmigerðar fyrir, hversu höfundur yngri
sögu leikur þá eldri.
Nokkurri furðu gegnir, hversu Barða í Laxdælu svipar lítt
til hins vaska vígamanns með sama nafni í Heiðarvígasögu.
Laxdæla getur að litlu eða engu framgöngu Barða í hinni frá-
sagnarverðu atlögu að Bolla Porleikssyni í selinu, og sagan
ýjar hvergi að Heiðarvígum Barða. Þrátt fyrir allt er vitanlega
íhugunarefni, frá hverju Laxdæla segir ekki. Líkt gildir um
Heiðarvígasögu. Par bryddir ekki á Barða við hefnd
Kjartans, samskipti Barða við náfrændur sína Hjarðhyltinga
eru engin, hjónabands Þuríðar og Geirmundar gnýs er hvergi
getið. Lleira mætti nefna af þessu tagi. Petta segir í sjálfu sér
lítið um afstöðu sagnanna þeirra á milli, en ber fyrst og fremst
vitni um almenn vinnubrögð þeirra, sem skrifuðu fornsögurn-
ar.
Fræg er sú frásögn Laxdælu, þegar smalamaður Helga
Harðbeinssonar lýsir nákvæmlega Þorgilsi Höllusyni og fylgd-
armönnum hans af klæðaburði og yfirlitum, svo að Helgi ber
kennsl á þá. Þykir honum að vonum mikið til sveinsins koma
°g verður að orði: „ok ertu skýrr maðr ok gl0ggþekkinn“.3
, Laxdœla, 163.
j Hvs., 264.
Laxdœla, 188.