Studia Islandica - 01.06.1993, Page 250
248
Snorrri goði hét upphaflega Þorgrímur. Þótt hlutverkaskipan
sé önnur með Þorgrími og Þórði, hvarflar að mér, að um hug-
renningatengsl sé að ræða eins og víðar milli Heiðarvígasögu
og Guðmundarsögu dýra, og þar gæti verið fengin skýring á
því, hvers vegna Heiðarvígasaga vanrækir að ganga frá þræði
sínum. En þetta er vitanlega getgáta.
Furðu gegnir, að Barði og félagar skulu ríða um héruð í
kvenbúningi til að dyljast. Þetta á sér stað, þegar þeir ríða frá
Heiðarvígum og meira að segja einnig þegar Barði er kominn
á heimaslóðir í Víðidal, þá „ætla menn, at konur ríði“. Barði
heldur síðar uppteknum hætti og ríður „með sama búnaði“
um sveitir. Loks eru Barði og félagar í „búnaði", er þeir ríða
í flasið á Snorra goða og Þorgilsi Arasyni.1 Við því hefði mátt
búast, að þessa slóttuga herbragðs væri getið fyrr í sögunni,
þegar Þórarinn lagði á ráðin um suðurförina og gætti þess
vandlega að láta ekki smáatriðin reka á reiðanum. Þessi frá-
saga kemur því verulega “á óvænt“, eins og ritskýrandi ís-
lenskra fornrita orðar það.2 3
Kvenbúnaður kappanna sýnist óþarfur ekki síst innan
héraðs, þegar lítil hætta steðjar að, og vera utangátta í sög-
unni. í fljótu bragði fæ ég ekki komið auga á neina skynsam-
lega skýringu á þessu, nema hvað kvenfatnaðinum væri ætlað
að lýsa garpskap norðanmanna frá ákveðnu sjónarhorni. Eigi
man ég eftir neinu hliðstæðu dæmi í öðrum íslendingasögum
við klæðskipti þeirra Barða og félaga. Það er því líkast sem
margar Þuríðar kerlingar ríði frá vígi. Það er sem ég sæi
Gunnar á Hlíðarenda fara frá bardaganum við Knafahóla ríð-
andi um Fljótshlíðina dulbúinn sem kona. Um grófa kímni er
að ræða í Njálu, þegar Gunnar fer dulklæddur sem Kaupa-
Héðinn vestur í Dali til fjárheimtu, en hann er þó í karl-
mannsklæðum.2 Það er segin saga, að hetjur klæðast ófúsar
kvenfötum, og er aðeins eitt dæmi um það í Njálu, þegar Ást-
ríður af Djúpárbakka, kona Helga Njálssonar, reynir að
1 Hvs., 309, 310, 311-312.
2 Hvs., 309 nmáls.
3 Sjá Einar Ól. Sveinsson: Um Njálu, 124, 326-327.