Studia Islandica - 01.06.1993, Side 252
250
Ríða nú leið sína ok koma í Tungu; eru þar allgóðar viðtgkur;
var þar mikit fj^lmenni ok veizla in virðuligsta.1
Og í Heiðarvígasögu:
Nú býr Snorri veizluna um haustit, sem ætlat var, ok kemr þá
fj^lmenni mikit, ok ferr hon fram skpruliga, sem ván var.2
Sagt er um Barða, eftir að Auður var föstnuð honum, að hann
hafi „góða virðing af mönnum“. Ekki myndi ég ætla skyld-
leika koma til álita með ofangreindum tilvitnunum nema fyrir
þá sök, að Snorri, dætur hans og glæstustu kappar sagnanna
eiga hlut að máli.
Stórmennskuhugsjón Laxdælu leggur áherslu á, að mann-
fagnaður sé tíður, fjölmennur og virðulegur og frá honum
komist enginn mikils verður maður á brott gjaflaus, en Heið-
arvígasaga lýsir fámennum og ruddafengnum matarboðum,
sem lýsa ósætti og boða hermdarverk og mannvíg. Mismun-
andi afstaða sagnanna til samfélagsins skín í gegn. í Laxdælu
„sitja“ menn í veislum og vaxa af þeim, í Heiðarvígasögu
„kasta“ menn gögnum og háðsyrðum sín í millum. Annars
vegar er rólyndur höfundur, sem ber ytri siðfágun fyrir
brjósti, hins vegar höfundur, sem heggur á báðar hendur í
ákefð sinni að siðbæta samfélagið.
Eftir er að huga að þeim aldursrökum, sem ég legg einna
mest upp úr. Mágarnir, Bolli og Barði, fara báðir til Mikla-
garðs, og farast Laxdælu svo orð um Bolla:
ok léttir eigi fyrr ferðinni en hann kemr út í Miklagarð. Hann
var litla hríð þar, áðr hann kom sér í Væringjasetu; hQfu vér
ekki heyrt frásagnir, at neinn Norðmaðr hafi fyrr gengit á mála
með Garðskonungi en Bolli Bollason. Var hann í Miklagarði
mjgk marga vetr ok þótti inn hraustasti maðr í Qllum mannraun-
um og gekk jafnan næst inum fremstum. Þótti Væringjum mikils
vert um Bolla, meðan hann var í Miklagarði.3
Um utanför Barða segir Heiðarvígasaga:
1 Laxdæla, 207.
2 Hvs., 324.
3 Laxdœla, 214-215.