Studia Islandica - 01.06.1993, Page 256
IV AÐ LEIÐARLOKUM
Heiðarvígasaga hefur yfirleitt verið talin ótúlkanleg ófriðar-
saga, þar sem hin epíska frásögn væri óblandaður samtíningur
fornra tíðinda, sem snerust að mestu leyti um tvo vígamenn og
afrek þeirra á söguöld. Ég hef hins vegar leitast við að leiða rök
að því, að sú skoðun væri reist á sandi. Sagan geymi þess í stað
hulda dóma, sé túlkanleg og flytji boðskap, sem sóttur verði til
hugsunarháttar og baráttu líðandi stundar. Höfundur mæli
varnaðarorð til samferðamanna sinna þess efnis, að guðslög
banni, að þeir taki menn af lífi að ósekju.
Margir munu óefað finna þessum athugunum ýmislegt til for-
áttu, svo sem agaleysi í vinnubrögðum og hófleysi í ályktunum.
Ljós staður hafi verið gerður að myrkum. Efasemdir lesenda
eiga vissulega rétt á sér, þar sem túlkun sögunnargengur þvert á
aldagamlar og rótfastar skoðanir bestu fræðimanna. Menn eru
tregir að láta fyrir róða barnalærdóm sinn.
Ég hef vikið af alfaraleið. Trúlega hef ég sums staðar lent í
hafvillum, en ég hef þó hverju sinni reynt eftir mætti að sjá til
lands. Ugglaust stendur margt til bóta, en ég legg áherslu á,
að skýringartilgáta mín veitir þáttakenndri sögunni skynsam-
lega heildarmerkingu, sem hefur það bolmagn að fanga og
túlka hugmyndaheim sögunnar. Bókstafleg merking hefur
vikið úr sæti fyrir andlegum skilningi, og söguhöfundur hefur
á takteinum handa samtíð sinni skýringar og lausnir til úrbóta
á ófriðarböli samfélagsins. Friður er æðsta gildi sögunnar.
Eins og ég drap á í forspjallinu, þá dregur ýmislegt til þess,
að margt er á huldu um íslendingasögur. Sú bók, sem setur
niður allan ágreining um þær, verður aldrei skrifuð. Sem bet-
ur fer. Menn hafa þá að minnsta kosti eitthvað að sýsla. Meira
er þó um vert, að hverjum og einum er auðvitað í sjálfsvald
sett að lesa sögurnar eftir bestu vitund og skilja þær eftir eigin