Studia Islandica - 01.06.1993, Side 258
256
nafni í Heiðarvígasögu. Hversu djúpt sagnfræðin ristir að
slepptum nöfnum og nöktum stórtíðindum er og verður
óleystur vandi fræðanna. Afstaða ritskýrenda til sagnanna
ræður því, hvernig og hvar markalínan er dregin. Veruleiki og
tilbúningur eru, þegar öllu er á botninn hvolft, engar mót-
sagnir. Saga er ekki annaðhvort sannleikur eða skáldskapur,
hún er hvorttveggja, því að vísindin eru jafnan sett fram í
gervi skáldskapar, og við þekkjum í raun eigi annan frásagn-
arveruleika en þann, sem birtist í sögunum.
Þeir sem sömdu íslendingasögurnar, voru að sjálfsögðu
bundnir af fortíðinni eins og nútímahöfundar sögulegra skáld-
sagna. Lægi söguleg frásaga í botni, gerði miðaldahöfundur
hana að bókmenntum af hugarflugi sínu, hjálpargögnum,
frásagnartækni og veraldarsýn. Frjálsræði við öflun heimilda
var ekki bundið af öðru en vegalengd milli staða, og notkun
gagna var yfirleitt engum takmörkunum háð, hvorki um efni
né tíma. Enginn átti löghelgan rétt á forðabúri heimildanna,
rithöfundar gátu eftir vild sótt til þeirra, það sem þá lysti, ým-
ist fylli af krásum eða gómsætan bita. Þeir sem lesa ofan í kjöl-
inn Laxdælu, Njálu eða Grettissögu geta gengið úr skugga
um, að höfundar þeirra litu á eldri bækur sem almenning, sem
allir gátu haft grasnytjar af.
Satt best að segja hef ég lengi talið, að ströngustu vísinda-
kröfur nútímafræðimanna til rittengsla hafi staðið rannsókn-
um íslendingasagna verulega fyrir þrifum. Sumir rýnendur
hafa girt af hverja sögu líkt og grasi vaxið tún væri. Það er til
dæmis eftirtektarvert, að sumir ritskýrendur hafa af fræði-
mannlegum vöndugleika verið að velkjast í vafa um rittengsl
Laxdælu og Heiðarvígasögu, þótt það væri eigi auðvelt nema
með því móti að slá bönd á skynsemina. En samband Laxdælu
og Heiðarvígasögu er lykilatriði. Rannsóknirnar hafa um of
staðnað í beinharðri vísindahyggju, þar sem skilyrði um rit-
tengsl eru lögð á kvarða nútímasagnfræðinga, þeirra sem hafa
ekki gefið nógsamlega gaum að starfsháttum sagnaritara á
miðöldum. Með þessu er alls ekki sagt, að mönnum sé heimilt
að varpa frá sér allri dómgreind og gefa sig hreinum heila-
spuna á vald. Síður en svo. Það liggur í hlutarins eðli, að rit-
J