Studia Islandica - 01.06.1993, Page 259
257
skýrendum er skylt að hafa jafnan vaðið fyrir neðan sig, áður
en þeir leggja mat á heimildagildi einstakra líkinga í efni
og máli. En þröngsýni fræðilegrar kreddufestu er ófrjó. Heið-
arvígasaga er lýsandi dæmi um það.
Nokkuð hefur borið á því við athuganir á fornsögunum, að
fræðimenn hafa litið svo á, að tengsl sagna væru fyrst og
fremst árangursrík aðferð við að komast á snoðir um afstæða
aldursákvörðun, en þeir hafa síður gefið því gætur, að sam-
band sagna kynni að bregða birtu á áður ókunnan skyldleika
og söguþróun og verið samtímis greið leið að kviku sagnanna.
Sé rétt á málum tekið, eiga áhrifatengslin að vekja upp hug-
myndaríkar spurningar um eðli og stefnu sagna, beina sjónum
einkanlega að þeim vandamálum, sem sækja að höfundum og
samtíð þeirra. Heiðarvígasaga og Bjarnarsaga Hítdælakappa
eru dæmi um þetta. Vissulega er nytsamlegt að komast að
raun um, að Heiðarvígasaga muni vera eldri en Bjarnarsaga,
en ekki er síður fróðlegt að gera sér grein fyrir því, í hverju
áhrifin séu fólgin. Sögurnar ræða hvor á sína vísu um mann-
hefndir og kristinn rétt, sem sýnir, að þetta umræðuefni er
áleitið í samtíð höfunda. Svo sem skírskotanir eru milli atriða
innan einnar sögu, eru efnislegar tilvísanir frá sögu til sögu,
sem víkka sjónarhornið. Þegar rittengsl eru engin, þá hættir
fræðimönnum til að gera ráð fyrir, að þræðir liggi ekki milli
sagna, jafnvel þótt þær segi frá skyldu efni. Menn gleyma
sjálfum hugmyndunum sem virkum áhrifavaldi. Skýrt dæmi
um þetta eru hugmyndatengsl Ólafs sögu helga eftir Snorra
við Heiðarvígasögu, þar sem þroski Ólafs helga frá vígamanni
til friðsemdarmanns er mælistika á breytni Barða Guðmund-
arsonar. Hugmynd verður að sögu. Mikils er um vert að koma
auga á slíkt við greiningu sagna. En það er vitanlega miklum
mun erfiðara að reka hugsanir í kvíar en orð. íslendingasögur
eru hvorki andlausar fornleifar frá miðöldum né minnisblöð
sögulegra staðreynda. Þær eru virkar bókmenntir.
Engum hefur til hugar komið, að atburðir og persónur í
sögu Víga-Styrs drægju nokkur líkindi af frásögnum af
Davíð, Golíat og Faraó úr helgum bókum fornum. Hin rót-
gróna söguskoðun á erfitt með að virða sögusviðið fyrir sér