Studia Islandica - 01.06.1993, Side 260
258
öðruvísi en svo, að um trúlega mynd af íslensku samfélagi sögu-
aldar sé að ræða, eins og lifandi nöfn íslenskra bæja og manna
bera vissulega merki um. Eigi er þessu þannigfarið. Með Víga-
Styr og Gesti er höfundur að lýsa átökum heiðni og kristni,
undirokun almennings, manndrápum, nýjum gildum. Höfund-
ur minnir á svipaða viðburði úr sögu ísraelslýðs og vill telja
mönnum trú um, að sagan endurtaki sig. Með guðs forsjón
verði íslendingar einnig leystir úr ánauð. Á þann hátt gefur
hann frásögn sinni almennt tákngildi þeirrar fortíðar, sem stóð
kristnum mönnum einkar skýrt fyrir hugskotssjónum. Sú sam-
félagsmynd, sem upper dregin í sögu Víga-Styrs, erskáldaður
veruleiki, eins og höfundur skynjaði hann og skildi.
Eftir miklar vangaveltur og tregðu hef ég hyllst til þess að
skilja nöfn helstu söguhetja í Heiðarvígasögu táknrænum
skilningi, og hefur hann orðið mér drjúgur vegvísir að túlkun
sögunnar. Enn skal minnst orða Fóstbræðrasögu: Svá er hverr
er heitir.al Fræðimenn hafa að sjálfsögðu íhugað merkingu og
notkun einstakra nafna víða í sögum, en hafa alls ekki gengið
svo langt sem hér er gert, enda mun hið sögulega viðhorf hafa
aftrað þeim frá því. Menn ná ekki langt í túlkun Heiðarvíga-
sögu án þess að skilja nöfnin táknrænum skilningi.
Heiðarvígasaga virðist í fljótu bragði vera að þessu leyti
sérstæð meðal íslendingasagna, en ekkert skal um það fullyrt.
Hins vegar þarf ekki að fara í grafgötur um, að í þessum efn-
um verða menn að gæta þess að ana ekki að neinu, því að
nafngreining af þessu tagi byggist ekki síður á persónulegu
mati en rökum, sem allir gætu fallist á. Fáir munu tvístíga,
þegar í hlut eiga Kolur eða Svartur, hvað þá heiti, sem sagan
sjálf skýrir beinlínis sem táknmyndir, eins og t.d. dulnefni
Þormóðar Bessasonar á Grænlandi. Málið er aftur á móti mun
vandasamara, þegar sjálfum aðalpersónunum er til að dreifa,
sem geta verið samsettir einstaklingar. Frumskilyrði fyrir
slíkri útleggingu er, að nafnið taki að mestu leyti yfir hlutverk
1 Fóstbr.s. 249. Þorgeir Hávarsson nefnist Vígfúss, þegar hann kemur að
Skeljabrekku til að hefna föður síns. Þormóður Bessason nefnist ýmsum
dulnöfnum á Grænlandi: Ótryggr Tortryggsson, Torráðr, Ósvífr, Vígfúss.