Studia Islandica - 01.06.1993, Side 262
260
Um táknvísi nafnanna Gestur og Auður þarf vart að þrátta,
en um þær merkingar, sem ég hef lagt í örnefnin Saxalækur og
Gullteigur, má vissulega deila, og ekki síður um hestsheitið
Eykgjarður. Auðsætt er, að frekari athuganir á mannanöfn-
um og örnefnum í fornum sögum eru aðkallandi. Það var hátt-
ur miðaldamanna að persónugera hugmyndir. Eiður er full-
trúi friðar, eins og dæmin „sanna“. Nöfnin draga oft fram
kjarnann í erindi höfundar og eru með því móti leið, sem skylt
er að kanna, að skáldskap sögunnar.
Til eru þeir fræðimenn, sem gera lítið úr baráttu heiðni og
kristni í sögunum og benda á, að þjóðin hafi verið kristin í tvö
eða þrjú hundruð ár, þegar sögurnar voru samdar. Þær séu
því alkristnar bókmenntir. Þetta er auðvitað hárrétt að því
leyti, að höfundar eru kristnir menn, sem rengja ekki frum-
atriði kristinnar trúar, og Ásatrú var ekki lifandi trú á 13. öld,
en það merkir ekki, að engra menja hinnar fornu lífsskoðunar
verði vart í sögunum annarra en þeirra, sem kristnir menn una
ágætlega við.* 1 Heiðarvígasaga veitir þá dýrmætu vitneskju, að
Sturla: „Seinn vartu, Þórir svefn, ok sannaðir nafn þitt.““ Sturlunga saga I,
353-355.
1 Jón Sigurðsson hefur í athyglisverðri grein fjallað um heimssýn Njáluhöf-
undar og víkur þar að mörgum grundvallaratriðum um ísiendingasögur,
sem sækja á fræðimenn, m.a. að spurningunni um heiðið og kristið í sögun-
um. Jón leggur áhersiu á, að Njála sé alkristið verk, og telur hann alla forn-
eskju í henni í raun hluta af þeirri kristni, sem kirkjan fetti ekki fingur út í
(sbr. lex naturae). Jafnframt lætur Jón orð liggja að því, að sögurnar hafi
naumast sýnileg auðkenni, sem greini þær verulega frá öðrum greinum
skáldskapar á blómaskeiði kristinna hámiðalda í Evrópu. Jón er enginn
málamiðlari í þessum efnum. Enginn efast um, að höfundurNjálu hafi ver-
ið kristinn maður. Á hinn bóginn vaknar sú spurning, hvort t.d. hefndar-
skyldan og þau mannvíg, sem henni fylgja, séu í hugarheimi höfundar
menjar forneskjunnar, sem takast á við kristilega fyrirgefningu og frið. I
þeim skilningi má tala um baráttu heiðni og kristni í Njálu líkt og í Heiðar-
vígasögu, þar sem Ólafur helgi fordæmir forneskju og manndráp og rekur
hetjuna Barða af höndum sér. Jón styður mál sitt að mestu með tilvísunum
til erlendra lærdómsrita, sem fjalla ágætlega um kristilega hámenningu
Evrópu, en þau þekkja flest lítið sem ekkert til sögu, stjórnarhátta og
menningar fslands. Jón gerir ekki mikið úr sérkennum íslensks samfélags