Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 263
261
höfundur skýrir böl samtíðar sinnar sem leifar norrænna hug-
mynda um hefndarskyldu, sem enn ráði gerðum manna.
Þannig verður samfélagið siðrænn vettvangur átaka kristni og
heiðni, þótt allir séu kristnir að landslögum. Kristur og F>ór
ganga enn á hólm í huglægum skilningi eins og forðum við
siðaskiptin, og friður kemst ekki á með mönnum, fyrr en
Kristur, fulltrúi fyrirgefningar og friðar, hefur til fullnustu
stigið yfir Pór, erindreka hefnarskyldu og ófriðar. Þessi lífs-
skoðun virðist móta hugsunarhátt og hugmyndaheim höfund-
ar Heiðarvígasögu, og hann hefur sjálfsagt ekki verið einn um
hana.1 Ganga má að því vísu, að goðsagnir og hvers kyns
forneskja hafi verið lifandi þáttur í menningararfleifð 13. ald-
ar manna og hluti af umhverfi þeirra, þótt ekki hafi verið tek-
ist á um heilagar setningar kirkjunnar. Pannig eru goðsagnir
brunnur sagnagerðar í Heiðarvígasögu, eins og frásagan af
Gesti og Þorsteini Styrssyni, ofanför Þuríðar og baksvið
Heiðarvíga gefa tilefni til að ætla.
Heiðarvígasaga er friðarsaga, og kveikjan að henni er
spennan milli hefndarskyldu og framtíðarsýnar, friðar og
ófriðar. Hún er saga, sem fjallar um meginvanda samtíðar
höfundar. Slík saga hlýtur að beina sjónum fram á við, þegar
víg verða af tekin. Þá framtíð hef ég leyft mér að kenna við
Vígdvalinn sem boðbera friðar. Engin virk saga er án framtíð-
arsýnar. í Hauksbók lýkur Völuspá með þessum hætti:
Þá kemr hinn ríki
at regindómi
pflugr ofan,
sá er pllu ræðr.
og íslenskrar menningar við sköpun fornsagnanna. Þeir lærdómar, sem ég
dreg af Heiðarvígasögu, taka ekki undir þessar röksemdir Jóns. Sjá „„Eru
nú tveir kostir og er hvorgi góður““, 62-84.
Hin forneskjulega hefndarskylda er rík í Njáli (og andstæð Síðu-Halli),
þegar Flosi býður honum útgöngu úr brennunni. Sagan segir: „Njáll mælti:
„Eigi vil ek út ganga, því at ek em maðr gamall ok lítt til búinn at hefna
sona minna, en ek vil eigi lifa við skpmm."11 Þessi orð skil ég sem virka
söguleif heiðinna, norrænna viðhorfa. Njála, 330.