Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 264
262
Skáldið sér í hillingum þann tíma, þegar „dyggvar dróttir“
munu byggja jörð og „yndis njóta“. Hið sama gerir skáld og
hugsjónamaður Heiðarvígasögu. Á Pingeyrum biðu bræður
komu hins ríka Vígdvalins.
Heiðarvígasaga tekur undir þá skoðun, að íslendingasögur
hafi orðið til við sérstakar samfélagslegar aðstæður, sem hafi
sett mark sitt á þær. Hvers vegna spruttu þær ekki upp annars
staðar? íslendingar höfðu hvorki konung né lénsskipulag,
þeir lifðu í íhaldssömu bændaþjóðfélagi, bjuggu við lög og
stjórnskipun, sem áttu upptök sín í norrænni heiðni. Pessi
atriði eru efalaust meðal skilyrða fyrir íslenskri sagnagerð.
Hins vegar er ég ekki sannfærður um, að formgerðarkenning-
ar, sem virða sögurnar fyrir sér fyrst og fremst sem afsprengi
réttarfars og hagfræði, ráði gátuna um uppruna þeirra.1 Ég
tel, að við skýringar á tilurð sagnanna dugi ekkert minna en
að gefa fullan gaum að norrænum menningararfi í víðasta
skilningi: Goðsögum og hetjusögum og víkingasögum og
fornum kveðskap og frásagnarlist. Einnig þarf að sjálfsögðu
að hafa í huga bókleg áhrif kristinna miðalda, en án þess að
virða lítils eigin menningararfleifð.2 Við bókmenntalegar at-
huganir á íslendingasögum er skylt að gaumgæfa jafnhliða
þrjár meginforsendur þeirra: Samfélag, menningu og höfund.
Hvert eitt atriði og öll.
Heiðarvígasaga færir okkur heim sanninn um, að rann-
1 J. Byock skýrir uppruna og eðli íslendingasagna með hliðsjón af deilu-
mynstri þeirra, sem hann greinir í þrjá virka frásagnarþætti: Ósætti
(conflict), málaferli (advocacy) og málalok (resolution). Hann leggur meiri
áherslu á sögubyggingu en erindi höfundar og hyggur miklu meira máli
skipta fyrir tilurð sagnanna aldagamlar félagslegar og efnahagslegar að-
stæður með þjóðinni en tímabundin persónuleg og menningarleg skilyrði.
Sjá Feud in the Icelandic Saga, 25 o.áfr., 205-208.
2 K. Schier hefur orðað svipaða hugsun á þessa leið: „Man kann wohl die Be-
hauptung wagen, dass es ohne die aus der lateinischen Literatur gewonne-
nen literarischen und rhetorischen Erfahrungen die Islándersagas nicht ge-
ben wiirde, ohne mundlich tradierte Uberlieferungskerne und ohne eine
entwickelte Erzáhlpraxis aber auch nicht.“ Sjá Anfánge und erste Entwick-
lung der Literatur in Island und Schweden: Wie beginnt Literatur in einer
schriftlosen Gesellschaft?, 126-127.