Studia Islandica - 01.06.1993, Page 268
266
refsar. í hugarheimi höfundar er samtíðin skilin sem hólm-
ganga Þórs og Krists og um leið barátta mótstæðra lífsgilda.
Að vísu hefur Kristur þegar borið sigurorð af Þór, en allt um
það hlíta menn ekki guðlegum setningum í gerðum sínum og
ekkert lát er á mannvígum. Friður kemst ekki á nema menn
fari að guðs rétti. Slík eru siðaboð höfundar og hin andlega
merking sögunnar (sensus spiritualis).
Sams konar hugmyndir má sannreyna í trúboðssögum Þing-
eyramunka um 1200, þegar heiðin goð eru gerð að virkum
þátttakendum í frásögnum af siðaskiptum og birtast á sjónar-
sviðinu sem spellvirkjar. Þessari hugsun bregður einnig fyrir í
Þorgils sögu og Hafliða frá miðri 13. öld, þar sem öndverð
trúargildi birtast í Þóri dritloka og Guðmundi Grímssyni. Sá
fyrri rekur erindi Þórs og elur á ófriði, sá síðari táknar „hina
duldu hönd guðs“ í atburðarásinni. Hugmyndakerfið skýrir,
hvers vegna menn berast enn á banaspjót í kristnu samfélagi
13. aldar. Að ætlun Heiðarvígasögu stafar skálmöldin af því,
að forneskjan á enn of mikil ítök í mönnum.
Víga-Styrr er „styrjaldarmaður“, eins og nafn hans táknar.
Hann undirokar bændur og tekur þá af lífi að ósekju, og leiðir
framferði hans hugann að Faraó og breytni hans við
ísraelslýð. Aftaka Styrs, líkflutningur og greftrun sanna sálar-
tap hans, svo að hann er fagnaðarlaus helvítismaður. Smá-
sveinninn Gestur Þórhallason ræður með guðs hjálp Styr af
dögum líkt og Davíð heljarmennið Golíat.
Gestur sýnir með fögru fordæmi í viðskiptum sínum við
Þorstein Víga-Styrsson, þegar hann fyrirgefur honum þrisvar
fjörráð við sig, að fyrirgefningin er máttugri mannhefndinni
og að fyrirgefningin er vísasti vegur til sátta og friðar. Viður-
eign Gests og Þorsteins persónugerir einvígi siðanna og birtir
kristilega lífsspeki sögunnar í hnotskurn.
Þrátt fyrir að hinn nýi siður sé fyrir löngu í lög tekinn, renna
friðartímar ekki upp. Barði, sem merkir „bardagamaður“
(eiginlega „sá sem ber“), drepur fyrir tyllisakir einar mann
(menn) til hefnda eftir bróður sinn. Hann vegur Gísla Þor-
gautsson vopnlausan, þegar hann er að slætti á Gullteig, sem
merkir ef til vill „friðarteigur". Fyrir bragðið synjar Ólafur