Hlín - 01.01.1939, Page 6
Samband norðlenskra
kvenna 25 ára.*
Eftir Halldóru Bjarnadóttur.
Heiðruðu fundarkonur.
Um þetta leyti á S. N. K. 25 ára starfsafmæli, stofnað
23. júní 1914, á Akureyri, af nokkrum konum á Akur-
eyri og úr sýslum Norðlendingafjórðungs.
Formaður Sambandsins hefur mælst til þess að jeg .
setti þennan fund á 25 ára afmælinu með því að jeg
væri stofnandi þess og formaður fyrstu 10 árin. —
Mjer er ljúft að verða við þessari bón, mjer hefur altaf
þótt sjerstaklega vænt um þennan fjelagsskap, hef
reynt að sækja fundina, þegar jeg hef getað, og fylgjast
með framgangi Sambandsins og þroska. — Það gleður
mig sjerstaklega að geta verið hjer með ykkur á þess-
um hátíðisdegi.
Hvað vakti nú fyrir mjer með stofnun þessa sam-
bands fyrir 25 árum? — Og hvernig voru ástæðurnar
þá fyrir svona lagaða fjelagsstarfsemi?
Þegar S. N. K. var stofnað hafði jeg verið 6 ár hjer
í landi, eftir langa dvöl erlendis. Jeg hafði á þeim ár-
um kynt mjer talsvert kvenfjelagsskap hjer á Norður-
* Fundur S. N. K. var að þessu sinni haldinn á Dalvík í Eyja-
fjarðarsýslu dagana 29. og 30. júní. Fulltrúar voru 16 mættir,
•auk stjórnarinnar. Ein kona frá Kvenfjelagasambandi íslands,
Ouðrún Pjetursdóttir, Reykjavík, var og gestur fundarins. —
Fjöldi kvenna sótti fundinn úr nærliggjandi sveitum. — Kven-
fjelagið »Von«, Svarfaðardal, tók á móti fundinum með hinni
mestu prýði.