Hlín - 01.01.1939, Qupperneq 12
10
Hlín
stofnað af brennandi áhuga fyrir velferðarmálum þjóð-
arinnar og þó einkum konunnar. Virðist sem það beri í
sjer frjómagn hins góða sæðis, sem á heillastundu var
sett í þann reit, er það skyldi fegra og bæta.
Fyrstu fjelögin, sem mynduðu Sambandið voru:
Hjúkrunarfjelagið „Hlíf“, Akureyri, Kvenfjelag Suð-
ur-Þingeyinga, Hið Skagfirska kvenfjelag og Kven-
fjelag Svalbarðsstrandar. — Brátt fjölgaði svo
fjelögunum, og hefur fjölgað fram að þessu, einstaka
hafa sagt sig úr Sambandinu, en flest komið aftur. —
Nú eru í Sambandinu fjelög og sýslusambönd úr þess-
um sýslum: Þingeyjarsýslum báðum, Akureyri og
Eyjafjarðarsýslu, Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum
og Strandasýslu. 18 einstök fjelög og 4 sýslusambönd,
með um 800 meðlimum. — Sýslusamböndin eru: Kven-
fjelag S.-Þingeyinga, Hjeraðssamband Eyjafjarðar,
Samband Austurhúnveskra kvenna og Kvennabandið í
V estur-Húnavatnssýslu.
Aðalfundir S. N. K. — í þessi 25 ár hefur S. N. K.
jafnan haldið einn fund á ári með kjörnum fulltrúum
úr deildunum (2 frá hverri), svo og ýmsum öðrum kon-
um, er sótt hafa fundina. — Hafa allar fundarkonur
haft málfrelsi og tillögurjett, en fulltrúar einir og
stjórn S. N. K. atkvæðisrjett. — Við lestur fundarbókar
Sambandsins kemur í ljós, að fundirnir hafa fjallað
um flest menningarmál, sem á dagskrá hafa verið með
þjóðinni á hverjum tíma, svo sem fræðslu barna og
unglinga, húsmæðrafræðslu og uppeldismál, garð-
yrkju, bæði nytjajurta og skrúðgarða, trjárækt, hjúkr-
un sjúkra og heilsuvernd, og að ýmsu leyti kvenrjett-
indamál, margt, sem beint og óbeint heyrir undir það
mál.
Eins og menn vita hafa ekki aðstæður kvenna verið
þær, að þær gætu sjálfar ráðið úrslitum þessara mála