Hlín - 01.01.1939, Side 13
Hlín
11
eða leitt þau til framkvæmda eins og þær hefðu helst
óskað, og vafalaust hefur það verið okkar eigin sök í
mörgu tilfelli. En nokkrum málum hafa þær þó hrund-
ið fram á leið, og altaf reynt að benda á þær úrlausnir
málanna, sem þær töldu hagkvæmastar og blessunar-
ríkastar fyrir alþjóð. — Yfirleitt má segja, að konur
hafi látið sjer nægja að vísa til vegar með tillögum og
öðru slíku. — Þó hefur það komið fyrir, að S. N. K.
hefur gert snögg, markviss átök, og á jeg þar sjerstak-
lega við heilsuhælismálið. — Sambandsfundur 1918
kaus 9 kvenna nefnd úr öllum 3 kvenfjelögum, sem þá
voru starfandi á Akureyri, sem gekst fyrir því að hafin
var fjársöfnun til byggingar Heilsuhælis á Norðurlandi,
og hafði þá fjársöfnun á hendi í 2 ár með góðum ár-
angri. — Einnig var á þeim árum safnað á 7. þúsund
krónum til kaupa á ljóslækningatækjum fyrir Akur-
eyrarsjúkrahús.
Uppeldis- og frœðslumál. — Eins og áður var tekið
fram hafa uppeldis- og fræðslumál verið dagskrármál
Sambandsins frá fyrstu tíð. — Hafa konur leitast við
að kynna sjer nýjungar í uppeldismálum og tileinka
sjer þær eftir ástæðum. — Sambandið hefur nokkrum
sinnum gefið kost á fræðandi erindum fyrirlesara, og
jafnan hafa konurnar kosið uppeldismálin sem um-
ræðuefni. Margar góðar og skynsamlegar leiðbeiningar
hafa verið gefnar af reyndum húsmæðrum og uppal-
endum, sem jeg efa ekki að konur hafa fært sjer í nyt.
Húsmœðrafrœðsla hefur og á öllum fundum S. N. K.
verið tekin til meðferðar á ýmsa vegu eftir ástæðum.
— Margt af því, sem hugleikið var konum í því efni,
hefur nú komið til framkvæmda, svo sem skólarnir á
Laugum og Laugalandi, og breytingin á fyrirkomulagi
Blönduósskólans. — Hvort S. N. K. hefur átt nokkurn