Hlín - 01.01.1939, Page 16
14
Htín
færi komið til þess að kvenfjelög kippi þessu í gott
horf með aðstoð sveita- og bæjafjelaga.
Garðyrkjumálið var fyrsta mál á fyrsta fundi S. N.
K. og síðan 1930 hafa mestallir kraftar Sambandsins
beinst að því að efla garðyrkjuna á sambandssvæðinu,
koma almenningi til að rækta alt sem hægt er hjer af
nytjajurtum, og umfram alt að notfæra sjer framleiðsl-
una, sem því miður var mikill misbrestur á, jafnvel
erfiðara en að fá fræin sett í moldina.
Á síðastliðnum 9 árum hafa 7 garðyrkjukonur starf-
að sumarlangt á vegum Sambandsins, alt frá því að
vermireitir voru gerðir að vorinu til þess að grænmetið
var matbúið að haustinu. — Til þessa starfa hefur
Sambandið greitt kr. 3759.00, en auk þess hefur það
einnig veitt drjúgan styrk til plöntu- og frækaupa og
á allan hátt ljett undir með konum í þessu efni eftir
því sem efni og ástæður leyfðu. Vona jeg að allar kon-
ur, sem notið hafa, sjeu mjer sammála um það, að ekki
alllítið hafi áunnist, þó betur megi ef duga skal. — En
í þessu starfi verða húsmæðurnar sjálfar að taka þátt
með lifandi áhuga, það mun reynast happadrýgst.
Fjármál. — Samband norðlenskra kvenna hefur not-
ið styrks úr Ríkissjóði síðan 1924, 4—5 hundruð krónur
árlega, og hefur ríkið alls veitt þessi 25 ár 6700.00 kr.
Einnig hefur Kvenfjelagasamband íslands veitt því
nokkurn styrk síðari árin til að standast kostnaðinn við
umferðakenslu í garðyrkju. — Þá hafa 3 Búnaðarsam-
bönd í þeim sýslum, sem garðyrkjukonurnar hafa
starfað, veitt til þess starfs lítilsháttar styrki, eitt skifti
hvert: Búnaðarsamband S.-Þingeyinga, Eyjafjarðar-
sýslu og V.-Húnavanssýslu.
Árstillög greiða og fjelögin í sambandssjóð, 20 aura
af hverjum skráðum fjelagsmanni.