Hlín - 01.01.1939, Page 18
16
Hlín
til að styrkja deildirnar til tóvinnuverkfærakaupa, og
mun nú hver deild eiga spunavjel, prjónavjel og tví-
breiðan vefstól, og eru þau verkfæri látin ganga milli
deildarkvenna eftir þörfum. Er það álit manna, að
þetta hafi stórum bætt aðstöðu heimilanna til aukinn-
ar iðnframleiðslu og sjálfstæðis í þeim efnum. — í
fyrravetur keypti fjelagið stóra, þýska prjónavjel (145
nálar á hlið), er það lánar í deildirnar til námsskeiða,
er hún mjög hentug við prjón á gluggatjöldum, rúm-
ábreiðum og á hverskonar fatnaði. — Ennfremur kom
fjelagið á prjónanámsskeiði við Húsmæðraskólann á
Laugum. Var höfð sýning á því, sem prjónað var, er
vakti allmikla athygli og áhuga kvenna að reyna að
útbreiða vjelprjón og gera það sem margbreyttast. —
Fjelagið hefur stutt að því, að deildirnar pöntuðu tvist
í sameiningu og fengju hann þannig með betri kjörum.
— Þetta hefur orðið til þess að fleiri hafa farið að nota
tvist í vefnað og prjón og gefist það mjög vel.
Samkvæmt skýrslum deildanna hafa þær starfað og
starfa einkum að þessum málum: Koma á námsskeið-
um í prjóni, saumum og vefnaði og sýningum í sam-
bandi við þau. — Leggja fram og safna fje til tóvinnu-
tækja móti styrk fjelagsins. — Styrkja samkomuhús-
byggingar í sveitum. — Kaupa nauðsynleg sjúkragögn.
— Styrkja sjúka og gleðja fátæka. — Koma á barna-
samkomum og styrkja barnabókasöfn. — Hita upp
kirkjur, prýða þær og kirkjugarðana.
Er oft furðulegt að sjá hverju fámenn fjelög geta til
leiðar komið.
Arnarvatni 28. júní 1939.
Hólmjríður Pjetursdóttir.