Hlín - 01.01.1939, Síða 19
Í7
Hlín
Kvenfjelagið »Hlíf« á Akureyri.
Síðan 1934 hefur Kvenfjelagið „Hlíf“ kostað börn í
sumardvöl að Lundi í Axarfirði. — Sumarið 1938 kost-
aði fjelagið 12 börn að Lundi og 4 að Laufahlíð í
Reykjahverfi. — Kostnaður við dvöl þessara 16 barna
ásamt ferðakostnaði varð 1852.56 kr. — Tekna aflaði
fjelagið sjer með hlutaveltu, blómasölu, basar og dans-
skemtun. — í sumar sendir fjelagið 14 börn að Lundi,
og auk þess verður starfræktur sumardvalarstaður á
Svalbarði í fjelagi við Verkakvennafjelagið „Eining“,
á Akureyri, og starfa þar 2 konur í 2 mánuði, (kennari
og ráðskona), og eru þar 15 börn frá báðum fjelögun-
um. — Fjelögin hafa að þessu sinni fengið nokkurn
styrk frá ríkinu og Akureyrarbæ. Kvenfjelagið „Hlíf“
er 32 ára gamalt og telur 75 meðlimi.
Svafa Stefánsdóttir, ritari.
Kvenfjelagið »Brynja«
á Flateyri við Önundarfjörð. Skýrsla um 20 ára starf.
Kvenfjelagið „Brynja“ var stofnað 3. fnars 1918 af
33 konum. í stjórn voru kosnar: Guðrún Torfadóttir,
formaður, Guðrún Arnbjarnardóttir, gjaldkeri, og Þor-
björg Guðmundsdóttir, ritari. — Markmið fjelagsins er
að styrkja mannúðar- og framfaramál. — Á þessu 20
ára tímabili hefur fjelgið unnið eftir getu að þessu
markmiði sínu. Það helsta sem gert hefur verið, er það
sem nú skal greina:
Mariusjóður: — í Minningarsjóð Maríu Össursdóttur
á Flateyri, sem hefur það að markmiði að styrkja líkn-
ar- og heilbrigðismál, hefur kvenfjelagið árlega lagt
ákveðnar upphæðir, sem nema samtals kr. 1652.08.
2