Hlín - 01.01.1939, Page 28
26
Hlín
til, sem allir heimamenn áttu aðgang að. — Húsbónd-
inn las oft sjálfur upphátt fyrir fólkið, stundum úr
dönskum bókum, t. d. úr leikritum Holbergs, sem hann
þýddi jafnóðum.
Búskapurinn utan bæjar var jafnt til fyrirmyndar og
öll umgengni og tilhögun innanbæjar: Vatnsveitur,
flóðgarðar og margskonar aðrar jarðabætur, sem ekki
voru algengar á þeim árum, ásamt ágætum byggingum
fyrir menn og skepnur, vatnsmilla, sem malaði korn
fyrir sveitina, hana stundaði húsbóndinn mest sjálfur,
og þannig mætti lengi telja.
Sólveig húsfreyja Ijet sjer mjög ant um að hjúkra
og hlynna að þeim, sem veikir voru, og studdu dætur
hennar hana dyggilega í því starfi, er þær komust
upp. — Sólveig átti jafnan, eins og margar góðar hús-
freyjur á þeim árum, margt af grösum, er hún notaði
til lækninga. Ljet hún menn drekka af þeim og svitna
í kvefi, innkulsi og öðrum lasleika, og fór svo að flestir
frískuðust".
Helstu æfiatriði Kristínar Claessen
f. Briem,.
Foreldrar Kristínar voru Eggert Ólafur Gunnlaugs-
son Briem, sýslumaður, og Ingibjörg kona hans, dóttir
Eiríks Sverrissonar, sýslumanns. Bæði voru þau hjón
komin af bestu ættum, sem rekja má til landnáms-
manna.
Kristín dóttir þeirra fæddist 14. október 1849 í
Skjaldarvík í Eyjafjarðarsýslu og fluttist næsta vor
með foreldrum sínum að Espihóli, þar sem þau bjuggu
í 10 ár, eða þar til Eggert Briem var veitt Skagafjarð-
arsýsla. Fyrsta árið voru þau í Viðvík, en gátu ekki
ílengst þar, af því að Viðvík var gerð að prestssetri