Hlín - 01.01.1939, Page 29
Hlín
27
vegna brauðasamsteypu. Næstu 10 ár bjuggu þau á
Hjaltastöðum, en eftir það á Reynistað á meðan þau
voru í Skagafirði.
Með árum og aldri mátti með sanni segja, að Kristín
yrði hvers manns hugljúfi, og svo vel gefin var hún,
að alt ljet henni jafnvel, hvort heldur var til munns
eða handa. — Söng-
hneigð var hún og
hafði yndi af söng. —
Hún var full samúðar
og einlægni þeim er
eitthvað amaði að,
enda var hún elskuð
og virt af öllum sem
kyntust henni. —
Foreldrar okkar höfðu
jafnan heimiliskenn-
ara og naut hún þvi
góðrar mentunar i
æsku, las bæði dönsku
og þýsku eins og
móðurmál sitt og
hafði yndi af því að
lesa og segja öðrum
frá því er hún las.
Kristín var há kona vexti með mikið dökt hár,
svipurinn hreinn og augun falleg og góðmannleg. Hún
var fyrirmannleg í framgöngu, samfara því að fram-
koman var blátt áfram og eðlileg.
Haustið 1876 giftist Kristín Valgarð Claessen, versl-
unarstjóra, greindum manni og velmetnum, síðar
landsfjehirðir, ættuðum frá Danmörku. — Brúðkaups-
veislan stóð á Reynistað og var allfjölmenn og til-
komumikil, t. d. voru 7 konur, auk brúðarinnar í
Kristin Claessen.