Hlín - 01.01.1939, Qupperneq 33
31
Hlín
Þeir kunnu oft lög, sem við ekki kunnum, sem þá var
ekki lengi verið að læra, en sjerstaklega var það Hall-
dór bróðir okkar, sem á hv'erju vori, þegar hann kom
heim úr skóla, kendi okkur fjölda af lögum, sem hann
lærði í Reykjavík. — Kristín ljet okkur svo læra kvæði
og vísur við lögin og eru þessar endurminningar frá
æskuárunum ógleymanlegar.
Mjer ofbýður þegar verið er að tala um fásinnið og
leiðindin í sveitinni, þess minnist jeg aldrei, en auðvit-
að var altaf margt fólk til heimilis heima, yfir 20
manns, og störfin mikil og margvísleg, ásamt samúð og
glaðværð á milli alls heimilisfólksins.
VII. Jólin 1872. Fyrir utan vanalega jólagleði, til-
hald í mat og drykk, kirkjuferðir, húslestra, söng, dans
og leiki var árið 1872 leikið leikrit, er Jón heitinn Mýr-
dal samdi þennan vetur. Hann var heimilismaður og
starfaði að smí'ðum. — Leikritið gerðist á Gamlárs-
kvöld og var bæði fjörugt og skemtilegt. í því ljeku
meðal annara 4 systkini mín: Gunnlaugur, Valgerður,
Kristín og Páll, síra Sigurður Stefánsson ljek líka og
fleiri. Sigurður var þá að læra undir skóla hjá Hall-
dóri bróður mínum ásamt Hannesi Hafstein og fleirum.
Leikritið var leikið tvisvar fyrir heimilisfólkið og
nokkrum sinnum fyrir fólkið af bæjunum í kring.
Menn skemtu sjer alveg ágætlega.
VIII. Suðurferðin. Haustið 1873 fór námsfólk og
fleira fólk úr Skagafirði suður til Reykjavíkur, en af
því að það var síðbúið ætlaði það að stytta sjer leið
með því að fara fjöll, og lagði af stað úr Skagafirði
bráðsnemma dags á Mælifellsdal, en hrepti hið versta
veður, stórhríð með frosti, samt komst það óskemt að
Gilsbakka. Þá var þar prestur síra Jón Hjartarson.
Kona hans var Kristín, dóttir síra Þorvaldar Böðvars-
sonar. Fyrir ágæta aðhlynningu hrestist ferðafólkið
fljótt og hjelt nú suður sveitir, það sem eftir var af