Hlín - 01.01.1939, Page 42
40
Hlín
miðuðu að því að bæta hag heimilisins og ljetta af
þeim áhyggjum og erfiði, sem með henni voru í starf-
inu. — Með því móti tekst að skapa traust heimili. —
Væri vel að þau gætu sem flest orðið í landinu okkar,
því svo best er þjóðfjelaginu borgið.
Eftir að leiðir okkar Ingunnar skildu, bar fundum
okkar oft saman á heimili hennar. Altaf var sama lífs-
glaða viðmótið, altaf sama hugsunin að færa orð manna
og athafnir til betri vegar.
Broddanesheimilinu get jeg ekki óskað annars betra
en þess, að andi Ingunnar sálugu og eftirdæmi megi
verða ríkjandi í öllum störfum þeirra, sem vinna vilja
að hag þess og þrifum.
Matthías Helgason,
Kaldrananesi.
Hún móðir mín og þín.
Líklega erum við flest með því marki brend, að
okkur hættir við að gleyma þeim gæðum, sem við
njótum daglega. Við skoðum þau sem sjálfsögð og
njótum þeirra í hugsunarleysi og án endurgjalds. —
Þetta kemur, því miður, oft fyrir þegar hún mamma
okkar á í hlut. Ef til vill vegna þess að engin manns-
sál gefur jafn-takmarkalaust af auði ástar sinnar og
umhyggju eins og góð móðir.
Frá því fyrst við munum eftir okkur þekkjum við
ekki önnur lög en þau, að við höfum rjettinn til að
biðja og hún máttinn til að gefa. — Oft hefur mjer
miklast svo í hjarta hugsunin ein um þennan undra-
verða mátt — móðurástina, — að mjer hefur fundist
að hún ein geta verið sönnun þess, hve miklu voldugri
og víðfeðmari upptök lífsins eru heldur en nokkurn